Leita í fréttum mbl.is

Andúð á vestrænni menningu og nýja vinstrið.

Eftir fall kommúnismans í Evrópu árið 1989 þegar hann varð gjaldþrota og vinstri menn um alla veröld þurftu að horfast í augu við að kapítalisminn hafði sigrað. Fóru vinstri sósíalistar og kommúnistar í felur með skoðanir sínar og skriðu í var hjá ýmsum fjölþjóðlegum stofnunum eins og SÞ og Evrópusambandinu.

Nú koma þeir fram sem nýja vinstrið á forsendum woke spekinnar, sem byggir á því, að vestræn menning sé menning ofbeldis, kvennakúgunar og rasisma. Já og hún sé sérstök fyrir þessa illsku, sem sýnir í raun grundvallar vanþekkingu. Fyrir utan það, að engin önnur menning en sú vestræna hefur skilað fólki jafnlangt áfram.

Á grundvelli vestrænnar menningar um lýðræði, mannréttindi og frelsi hafa þær þjóðir sem aðhyllast hugmyndir samkeppnisþjóðfélagsins, mannúðar og mannfrelsis búið við bestu lífskjör og mest öryggi borgaranna og virðingu fyrir mannréttindum og athafnafrelsi einstaklingsins í gjörvallri mannkynssögunni.

Svo virðist sem við séum í miðri pólitískri nýsköpun vinstri hugmynda, þar sem fyrrum andstæðar fylkingar ná nú saman í andstöðu gegn markaðsþjóðfélaginu, baráttu gegn hamfarahlýnun og öfgafullri náttúruvernd, andstöðu við styttur og önnur söguleg menningarverðmæti, hörkuleg barátta fyrir transhugmyndafræði, en síðast en ekki síst núna andstöðu við Ísrael og samsömun með hryðjuverkasamtökunum Hamas.

Hugmyndafræði nýa-vinstrisins fær ekki staðist skynsamlega nálgun. Ungar konur víða í Evrópu, þar sem þær geta sagt það sem þær vilja og klæðst eins og þeim sýnist, taka þátt í mótmælum til stuðnings Hamas. Væur þær á þeim slóðum yrðu þær barðar til dauða af siðferðislögreglunni fyrir að vera úti á götu án þess að hylja hár sitt og vera í ósiðlegum klæðnaði.

Loftslagsgoðið Gréta Túnberg hrópar vígorð með Hamas og gegn samkeppnisþjóðfélaginu Í mótmælagöngum á vesturlöndum m.a. hér á landi, má sjá skilti sem á stendur: „Hommar með Palestínu“ . Sennilega er þetta fólk svo illa að sér, að það áttar sig ekki á að það yðri að öllum líkindum dæmt til dauða í því sem kallað er Palestína.

Er það virkilega orðið baráttumál nýja vinstrisins að samsama sig með íslamistum með öllum þeirra höftum, kvennakúgun og fordómum og hafna þá í framhaldinu baráttu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, réttindum samkynhneigðra og sama rétt ólíkra hópa án tillits til trúar, litarháttar eða þjóðernis.

Íslam stefnir að heimsyfirráðum og kúgun allra annarra hópa í samfélaginu, en ekki má orða hugtök eins og rasismi eða fasismi í því sambandi hjá nýja vinstrinu. Þau hugtök notar nýja vinstrið bara um fólk sem vill standa vörð um vestræn gildi og menningu.

Nýja vinstrið er í grundvallaratriðum í andstöðu við hugmyndir hins gamla klassíska vinstris um frjálslyndi og grundvallarmannréttindi. Nýja vinstrið þýðir samstaða með öllu og öllum sem hatast út í vestræna menningu og menningararfleið á þeim forsendum, endursköpunar sögunnar að allt illt í heiminum stafi frá Vesturlöndum, sem þó hafa náð lengst allra fyrr og síðar við að byggja upp þjóðfélög frelsis og mannréttinda.

Fordæming á borgaralegu þjóðfélagi, fjölskyldunni og vestrænni menningu og arfleifð virðist vera það eina sem sameinar nýja vinstrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 495
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 5009
  • Frá upphafi: 2426879

Annað

  • Innlit í dag: 459
  • Innlit sl. viku: 4647
  • Gestir í dag: 441
  • IP-tölur í dag: 417

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband