Leita í fréttum mbl.is

Dómur Alþjóðadómstólsins í Haag

Fyrir nokkru fannst forseta Suður Afríku (SA) viðeigandi að taka innilega í hendur og fagna fyrrum foringja Janjaweed sveitanna, sem framdi þjóðarmorð í Darfur héraði í Súdan. Hatursþjóðir Ísrael hefðu því varla getið fundið verri fulltrúa til að kæra Ísrael til Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir þjóðarmorð.

Samþykkt Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 1948 um þjóðarmorð, var samþykkt eftir Helförina gegn Gyðingum og í samþykktinni segir að þjóðarmorð verði að vera skipulögð morð framin með glæpsamlegum hætti af ásetningi og vilja til að eyðuleggja í heild eða að hluta, þjóðir, kynþætti eða trúflokka.

Þrátt fyrir mikið mannfall óbreyttra borgara á Gasa, þá er það samt minna, en almennt gerist í bardögum í borgum m.a. nýjustu dæmin í Aleppo í Sýrlandi og Raqqa í Sýrlandi þar sem sótt var að Ísis, þó svo að fréttastofur eins og fréttastofa RÚV segi aldrei frá því.

Mannfall var mest í upphafi átakanna á Gasa eða um 80% af þeim sem hafa fallið skv. upplýsingum frá Hamas. Þá verður að taka tillit til þess einnig að um fjórðungur eldflauga sem Hamas skýtur upp og ætlað er að drepa borgara í Ísrael lendir á Gasa, en mannfall vegna þess er alltaf skrifað á varnarsveitir Ísrael. Fólk er skráð sem börn til 18 ára aldurs, en stór hópur hermanna Hamas er undir þeim aldri og allir stríðsmenn Hamas eru í borgaralegum klæðum.

Miðað við þessar staðreyndir verður ekki séð, að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að varnarsveitir Ísraels séu að fremja þjóðarmorð á Gasa.

En Alþjóðadómstóllinn í Haag ætlar að kveða upp dóm á morgun um þetta, án þess að hafa kynnt sér neitt sem málinu viðkemur nema að hlusta á ræður fulltrúa SA og Ísrael. Engar vitnaleiðslur fara fram eða lögð fram sönnunargögn umfram það sem að ofan greinir. Niðurstaða dómsins miðað við það sem fyrir liggur, ætti að vera augljós.

Ísrael er ekki að fremja þjóðarmorð á Gasa.

En verður það niðurstaða dómsins? Það er verulegt vafamál. Í dóminum sitja dómarar sem eru fulltrúar ríkisstjórna en eru ekki valdir vegna yfirburða þekkingar á lögfræði. Dómurinn er því eins og flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna í dag mun frekar pólitískur en lögfræðilegur. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Alþjóðadómstóllinn dæmir mál, þar sem niðurstaðan ætti að vera augljós. Hvort hann kveður upp pólitískan dóm eða dóm byggðan á lögfræðilegum staðreyndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 418
  • Sl. sólarhring: 663
  • Sl. viku: 4932
  • Frá upphafi: 2426802

Annað

  • Innlit í dag: 390
  • Innlit sl. viku: 4578
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband