Leita í fréttum mbl.is

Sigur eða ósigur?

Ýmsir vinir og stuðningsmenn Hamas samtakanna á Íslandi voru fljótir til að lýsa því yfir þegar Alþjóðadómstóllinn(AD) í Haag kvað upp úrskurð sinn, að í honum fælist viðurkenning á því að Ísrael væri sekt um þjóðarmorð. Það er rangt. 

AD féllst ekki á kröfu kæranda Suður Afríku(SA) um að AD lýsti Ísrael sekt um þjóðarmorð á Gasa. En í stað þess að vísa málinu frá eins og AD hefði átt að gera, þá ákvað pólitíski dómstóllinn að halda málinu hjá sér og benda Ísrael á ýmis atriði. Ekkert þessara atriða skiptir máli í sjálfu sér varðandi framhaldið og ekkert þeirra leiðir til frekari aðgerða gegn Ísrael. 

Ísrael hafði því sigur í því sem mestu máli skipti svo sem við var að búast, en hinsvegar er það umhugsunarvert, að AD skuli telja nauðsynlegt að dæma eftir einhverju öðru en þeim samþykktum sem um dóminn gilda. Ég hef áður bent á að dómarar í AD eru skipaðir af ríkisstjórnum eftir skoðunum þeirra en ekki hæfi sem lögfræðingar. 

Í þessu tilviki var reynt að nota AD til að koma höggi á Ísrael, sem mistókst. En dómur AD sýnir hinsvegar að dómendurnir hika ekki við að dæma eftir allt öðru en lögunum til að þóknast þeim ríkisstjórnum sem skipuðu þá.

Vafalaust er kominn tími til að leggja þennan dómstól niður í núverandi mynd og eftir atvikum stofna nýjan sem gegnir hlutverki sínu sem dómur á grundvelli laga og mannréttinda, en ekki áróðursstofnun eins og AD hefur þróast í að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband