Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar þessi velferðarstefna?

Fyrir síðustu helgi sagði einn ráðherra, að beinn kostnaður vegna hælisleitenda væru 16 milljarðar. Dómsmálaráðherra, sem þekkir þetta mun betur segir að beinn kostnaður vegna óstjórnarinnar á landamærunum sé um 20 milljarðar. 

Hvað skyldi þá heildarkostnaðurinn vera vegna stjórnleysisins á landamærunum? 30 milljarðar eða 40? Veit það einhver?

Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða og það þarf tugi þúsunda vinnandi handa til að vinna fyrir þessari fölsku mannúð, sem stærsti hluti stjórnmálastéttarinnar hefur troðið upp á okkur með aðgerðarleysi sínu og þeim einbeitta brotavilja, að þykjast geta látið gott af sér leiða á kostnað íslensku þjóðarinnar og hætta um leið öryggi hennar, tungu og menningu. 

Fyrir kostnað við hvern einn hælisleitanda mætti tryggja lífsbjörg fyrir um 100 í þeirra eigin heimalandi. Það er því hvorki verið að huga að raunverulegri hjálp eða velferð heimsins. 

Svona fer þegar "góða fólkið" í rugli sínu og hugmyndasneið telur sig velja velferð heimsins umfram velferð eigin þjóða. En veldur bara tjóni og auknum erfiðleikum. 

Það verður að loka landamærunum og það er þjóðfjandsamlegt að ætla að flottræflast með að taka á móti hundrað eða hundruðum á grundvelli fjölskyldusameiningar. Slíkt er ekkert annað en áframhaldandi griðrof við Ísland og íslendinga og ófyrirgefanlegt með öllu nú þegar íslenska þjóðin á nóg með að tryggja sínu eigin fólki mannsæmandi lífskjör, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og skólavist.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þessa færslu Jón.

Skuldir Bandaríkjanna eru nú að verða ósjálfbærar þar sem hver ríkisstjórnin af annarri hefur keppst um að eyða langt fram yfir skatttekjur. Forsetar og þing hafa ekki haft neinar áhyggjur af skuldastöðu þar sem þeir vita að þeir munu aldrei þurfa að takast á við að greiða þær niður, það er ætlað framtíðar fólki þjóðarinnar.

Það sama er að gerast hér, ríkisstjórn og þingheimur eyðir fé afkomenda okkar langt fram í tímann. Eyðsla stjórnvalda er eins og enginn sé morgundagurinn, hundruð milljarða er sóað í allskonar duttlunga sem kemur íslensku þjóðinni ekkert við.

Við eigum ekki að vera að takka þátt í stríðsrekstri í Úkraínu þar sem miklir fjármunir enda í vösum glæpamanna, eða til Gaza þar sem fjármunir enda í höndum Hamas sem nota þá til að fjármagna vopn í sem nota á til að drepa Ísraelsmenn þessir fjármunir koma almennum borgurum ekki að neinu gagni, eða kolefnisgjöld sem lenda í vasa hinna ofurríku í heiminum, þá eru það einnig hælisleitendur sem þú kemur réttilega inná sem stefnir í að verða stórkostleg birgði á þjóð okkar, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma getum við ekki séð um okkar eigið fólk svo að sómi sé af.

Ráðamenn vita að þeir munu aldrei þurfa að hugsa um að greiða þessar skuldir niður, öðrum er ætluð sú vinna og mun hún valda afkomendum okkar miklum erfiðleikum. Ráðamönnum þykir þetta allt í lagi þar sem þeir telja sig munu verða skráðir á spjöld sögunnar sem góðgerðarmenn, en svo mun alls ekki verða.

Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting hjá ráðamönnum, þeir þurfa að fara að snúa sér af þeirri braut sem þeir hafa komið sér í og huga að réttlæti og rétti þjóðarinnar sem þeir eru kjörnir fulltrúar fyrir. Að öðrum kosti mun ekki fara vel í annars okkar góða landi.

Lifðu heill Jón og þakka þér fyrir þín mörgu góðu skrif hér á blogginu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.2.2024 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta.

Við höfum skyldur gagnvart okkar eigið fólki

og okkur ber enginn skylda að standa við þennan

innflutning á fólki sem er vitað að yrði bara

vandamál fyrir þjóðina alla tíð.

Stoppa þessa geðveiki strax.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.2.2024 kl. 13:19

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Fyrir kostnað við hvern einn hælisleitanda mætti tryggja lífsbjörg fyrir um 100 í þeirra eigin heimalandi."

Hvað með: nei.

Það er ekki okkar að taka upp byrði hvíta mannsins, og hefur aldrei verið.

Það hefur reyndar aldrei verið hvíta mannsins að taka upp byrði hvóta mannsins, þó kommúnistar vilji halda öðru fram.

Við höfum nóg með okkur, útlendingar geta séð um sig sjálfir.

Eða eru þeir í raun og veru einhver untermench sem við, sem hinir miklu hvítu veiðimenn eigum, eins og hvert annað bufé, og berum þess vegna ábyrgð á?

Ég hafna byrði hvíta mannsins. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2024 kl. 15:46

4 identicon

Jón, ef rétt er skilið er átt við kostnað við hælisleitendur, ekki við þá sem fengið hafa hæli. Kostnað sveitafélaganna vantar alveg, svo sem framfærslu í framhaldinu húsnæðisstuðning og menntun barna. Bara viðbótarkostnaður við erlend börn nemur t.d. upp undir þremur milljörðum hjá borginni einni saman (löglegir innflytjendur meðtaldir). Athugaðu að stjórnsýslunefnd hefur úrskurðað að hælisleitendur og verndarþegar fara hér á fullar bætur af öllu tagi.

Þessi kostnaður og margur annar er falinn, ekki einus sinni tekinn með á áætlanir, og tekinn að láni til greiðslu síðar.

Gott skref væri að fá allan pakkann upp á yfirborðið, svona áður en til gjaldþrots kemur.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 6.2.2024 kl. 16:36

5 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Get ekki verið meira sammála. Algjör óstjórn.

Karl Jóhann Guðnason, 7.2.2024 kl. 04:48

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þitt innlegg Tómas ég er hjartanlega sammála þér. 

Jón Magnússon, 7.2.2024 kl. 08:05

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Sigurður við höfum skyldur gagnvart okkar fólki, en við getum aldrei og megum ekki fórna eigin velferð vegna þess að við ætlum að bjarga heiminum. Það gengur aldrei. Til þess að geta hjálpað þá verðum við að tryggja eigin velferð fyrst. 

Jón Magnússon, 7.2.2024 kl. 08:06

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt Einar. Þessvegna segir ég að kostnaðurinn sé mikið meiri þegar allt er talið. Það er komið út yfir öll mörk. 

Jón Magnússon, 7.2.2024 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 467
  • Sl. sólarhring: 603
  • Sl. viku: 4981
  • Frá upphafi: 2426851

Annað

  • Innlit í dag: 434
  • Innlit sl. viku: 4622
  • Gestir í dag: 418
  • IP-tölur í dag: 394

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband