Leita í fréttum mbl.is

Þú átt að borga

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið um kostnað vegna hælisleitenda: 

„Það er ekki hægt að segja að það séu höml­ur á þessu þegar þetta eykst svona stjarn­fræðilega á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þetta er komið í svo gíg­an­tísk­ar töl­ur að við erum bara ekki sam­fé­lag sem get­ur staðið und­ir þessu,“

Þegar beinn kostnaður við hælisleitendur er kominn yfir 20 milljarða og annað eins og jafnvel meira þarf varðandi þá sem þegar eru komnir þá gefur það auga leið,að þessi kostnaður skerðir lífskjör og velferð fólksins í landinu. 

Það er gott að hafa það í huga þegar virtar eru kröfur þeirra sem öskra á Austurvelli nú síðast barna úr Hagaskóla, sem gátu aðspurð vart komið heilli hugsun óbrenglaðri frá sér.

Raunar virðist það vera svo, að veruleg hugsanabrenglun ekki síst hjá fréttafólki, á sér stað varðandi þær kröfur sem óeirðarfólkið á Austurvelli hefur uppi. 

Kröfurnar eru að íslenskir skattgreiðendur sendi og greiði fyrir rannsóknarteymi til að finna það fólk sem hefur fengið vilyrði fyrir fjölskyldusameiningu og borgi síðan fyrir það ferðina til Íslands. 

Þegar samþykkt var illu heilli að taka við hópi fólks á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar, þá fól það í sér rétt fyrir viðkomandi til að koma til Íslands, en lagði engar skyldur á hendur stjórnvöldum. Múhameð Ali Baba bin Salman á ekki rétt á því að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir að finna konuna hans og flytja hana til Íslands af því að fallist var á beiðni hans um svokallaða fjölskyldusameiningu. 

Við höfum ekki frekari skyldur við það fólk sem samþykkt hefur verið að megi koma hingað en fólkið sem líður sára neyð í Darfur í Súdan eða kristið fólk vegna ofsókna Múslima í Nígeríu og þannig gætum við farið vítt og breytt um heiminn varðandi fólk sem á bágt og væri gott að geta hjálpað. 

Óeirðarliðið er að krefjast þess að fá að vera á beit í buddunni þinni og þú átt kröfu á því að íslenskir stjórnmálamenn standi í lappirnar og hafni því og standi með eigin þjóð gegn algerlega óeðlilegri og ósiðlegri kröfugerð. 

Samt er það svo, að þó þessi kröfugerð sé frekja og umfram velsæmi og allt sem eðlilegt er, þá kikna bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra í hnjáliðunum og gefa óeirðarliðinu undir fótinn með að verið sé að vinna í einhverju sem kemur skattgreiðendum ekki við.

Síðan þarf utanríkisráðherra að sæta því að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem þó er komin frá góðu heimili, öskri á hann og fnæsi fyrir það eitt, að hann er ekki reiðubúinn að yfirlýsa að farið verði að kröfum óeirðarliðsins við Austurvöll og skattgreiðendur látnir borga fyrir það sem óeirðarliðið og aðstandendur þeirra sem heimilað var að koma illu heilli greiði sjálft. 

Af hverju geta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki bent á það einfalda sem Guðrún Hafsteinsdóttir bendir á: "við erum samfélag sem getur ekki staðið undir þessu."

Það er mergurinn málsins og það er það sem á að segja við óeirðarliðið á Austurvelli sem og ofstopakvendi eins og Jóhönnu Vigdísi, sem fara fram með hreinum dónaskap og frekju gagnvart ráðamönnum með óeðlilegar kröfur á hendur skattgreiðendum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Valsson

Góð grein og svo sannalega þörf.

Rúnar Valsson, 7.2.2024 kl. 09:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já sannarlega var Jóhanna Vigdís eins og herfa þegar hún skipti um ham í vinnutímanum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2024 kl. 16:52

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ekki var nú myndskreyting að baki Bjarna minna áróðurskennd
það lá við að reynt væri að láta fallbyssu skriðdrekans fylgja hverri hreyfingu hjá honum
Meðan Jóhönnu megin var náttúrlega barnafjölskylda í neyð

Grímur Kjartansson, 8.2.2024 kl. 09:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er meinið og málið Jón, að þegar mikið er undir og mál hreyfa við þér, þá er leitun að íhaldsmanni sem tjáir sig á eins beittan og skilmerkilegan hátt.

Meinið er að þeir ættu að vera miklu fleiri.

Ég fann til með Bjarna, ekki vegna frekju og yfirgangs Jóhönnu Vigdísar, heldur hvernig hann smækkaði allur í þessu viðtali.

Upplifði að undir lokin hefði hann verið tækur að leika Tuma þumal án þess að það þyrfti tæknibrellur til að smækka hann.

Síðan má spyrja, hvað eru allir þessir karlmenn að gera hér án fjölskyldna sinna??, hver yfirgefur konur og börn á erfiðleikatímum, eða við meintar lífshættulegar aðstæður sem tryggði þeim alþjóðalega vernd á Íslandi??

Minnir mig svolítið á þegar Þjóðverjar voru að senda útsendara eða njósnara hingað og þangað í þágu málstaðarins.

Að fólk skuli ekki sjá í gegnum þetta.

En vissulega eru börn og konur í neyð á Gasa, samt sker það í eyru í öllum þessum harmtölum skuli enginn viðmælandi benda fingur á Hamas-samtökin sem bera beina ábyrgð á núverandi hörmungum íbúa Gasa.

Látum það kjurt liggja, en hvort er betra farið með fjármuni að hjálpa fleirum þar sem neyðin er, en að hjálpa fáum með því veita þeim skjól með öllum kostnaði sem því fylgir.

Eiga bara fjölskyldur útsendaranna bágt, og engir aðrir??

Sér fólk virkilega ekki hræsnina og tvöfeldnina í þessu??

En takk fyrir virkilega góðan og öflugan pistil Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2024 kl. 16:44

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rúnar. 

Jón Magnússon, 9.2.2024 kl. 09:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góð orð Ómar. Við eigum fulla samleið í þessu máli og þakka þér fyrir öflug skrif. Það sem um er að ræða varðandi þetta hælisleitendafargan er ekkert annað en innrás. En þetta er í fyrsta skipti í sögunni, sem löndin sem verða fyrir innrás dekra við innrásarliðið og halda því uppi á kostnað eigin borgara. 

Þegar ríkisstjórnin samþykkti fjölskyldusameiningu svokallaða og að hingað komi á annað hundrað eða fleiri Palestínumenn þá voru að mínu mati rofin grið við þjóðina og að sjálfsögðu voru skattgreiðendur ekki spurðir. Síðan hamast þjóðfjandsamlegt Ríkisútvarp og berst fyrir því að allir sem hingað koma ólöglega fái vist í landinu á kostnað skattgreiðenda. 

Jón Magnússon, 9.2.2024 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 1227
  • Sl. viku: 5151
  • Frá upphafi: 2469535

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 4717
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband