Leita í fréttum mbl.is

Ţađ sem ekki má.

Ţađ er vandratađ, ţegar stjórnmálafólk í lýđrćđisríkjum vill stjórna ţví viđ hverja fréttamenn rćđa og hverja ekki.

Bandaríski fréttamađurinn Tucker Carlson átti viđtal viđ Putin, Rússlandsforseta, sem yfir 200 milljón manns hafa séđ. Ekki voru allir sáttir viđ ţetta framtak Tucker Carlson ţ.á.m. talsmađur Evrópusambandsins (ES) og fjöldi annarra. Ţví var jafnvel hótađ ađ Tucker Carlson fengi ekki ađ koma til Evrópu vegna ţessa framtaks síns. 

Dálkahöfundurinn Gideon Rachman sem skrifar í helgarútgáfu Financial Times (FT) kallar Carlson nytsama sakleysingja fyrir framtak sitt, en ţađ heiti er sagt ađ Lenin hafi notađ yfir ţá, sem mćrđu Sovétiđ  á sínum tíma, en ţeir voru allmargir og lýđrćđiđ í Evrópu á ţeim tíma og allt fram undir 1990 gerđi ekki ađrar athugasemdir viđ ţá kjána ađrar en málefnalegar.

Hótarnir um ađ beita fjölmiđlamann viđurlögum fyrir ţađ eitt ađ sćkja efni sem á erindi til almennings í lýđrćđisríki er alvarlegt mál eins og mátti heyra á talskonu ES. Fréttafólki á ađ vera frjálst viđ hverja ţeir rćđa og dreifa á markađstorgi hugmynanna. Ţađ eru grundvallarmannréttindi. En vissulega á ađ gagnrýna ţá málefnalega eftir ţví sem tilefni gefst til.

Sé ţađ svo, ađ almenningur í vestrćnum lýđrćđisríkjum geti ekki ţolađ ađ hlusta á viđtal viđ Putin og leggja hans rök og sjónarmiđ á vogarskálina ásamt öđrum rökum og sjónarmiđum sem bođiđ er upp á í lýđrćđisríki, ţá er illa komiđ fyrir fólki og alvarlegt ađ stjórnmálaelítan skuli telja ađ almenningur í lýđrćđisríkjum sé ekki bćr um ađ dćma um menn og málefni. 

Fyrir og um síđustu aldamót 2000 var ítölsk blađakona sem hét Oriana Fallaci og ţótti vera vaskasti blađamađur síns tíma m.a. fyrir ađ ná viđtölum viđ leiđtoga hryđjuverkasamtaka og ţursaríkja. 

Oriana Fallaci átti m.a. viđtal viđ Arafat, leiđtoga PLO, á ţeim tíma sem PLO ţjálfađi ţýsku hryđjuverkasamtökin Baader-Meinhof og Khomeini erkiklerk í Íran um svipađ leyti og hann gaf út fatwah eđa dauđadóm yfir skáldinu Salman Rushdie og sótti hart ađ minnihlutahópum í Íran.

Ţetta framtak Oriana, ţótti hiđ merkasta og Oriana Fallaci fór efst á virđingarlista blađamanna fyrir ađ ná viđtölum viđ ofangreinda einrćđisherra auk margra annarra ţeirra líka, sem og óumdeildan mannvin (nema í Peking)Dalai Lama. 

Hvađ hefur breyst. Af hverju ţykir ţađ afbrot hjá Carlson,sem ţótti stjörnublađamennska hjá Fallaci. Af hverju má sannleikurinn og eftir atvikum lyginn hjá viđmćlendum fjölmiđlamanna ekki fá ađ koma fram. Af hverju á ađ banna fólki ađ fá ađ dćma sjálft um skođanir og framsetningu erlendra stjórnmálamanna?  

Ađilar og samtök sem ţola ekki frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi eiga ekki heima í lýđrćđisríkjum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ţá stendur eftir spurningin Jón, hvenćr dó frelsiđ??

Hvenćr varđ sá sekur sem á var borin sök??

Hvenćr urđu réttmćtar efasemdir hatursorđrćđa??

Takk fyrir ţarfan pistil.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2024 kl. 08:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ástćđan fyrir viđbrögđunum ađ ţessu sinni er sennilega sú ađ narratíviđ sem er veriđ ađ selja okkur hangir á svo ţunnum ţráđ ađ menn óttast ađ sá ţráđur slitni viđ ţađ eitt ađ ţađ heyrist frá báđum - eđa öllum - hliđum. Í Evrópu eiga stjórnmálamenn til dćmis í mestu vandrćđum međ ađ kreista meira út úr skattgreiđendum til ađ dćla inn í Úkraínu og vopnaframleiđenda.

Geir Ágústsson, 12.2.2024 kl. 18:14

3 Smámynd: Jón Magnússon

Furđulegt ađ svo virđist sem frelsiđ á Vesturlöndum hafi veriđ meira Ómar međan gömlu Sovétríkin voru viđ lýđi en núna. Sennilega misstu menn á Vesturlöndum tökin á eđlilegum viđmiđunum varđandi umrćđuna upp úr 1990.

Jón Magnússon, 14.2.2024 kl. 11:57

4 Smámynd: Jón Magnússon

Má vera Geir. 

Jón Magnússon, 14.2.2024 kl. 11:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 54
  • Sl. sólarhring: 971
  • Sl. viku: 3335
  • Frá upphafi: 2448302

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 3105
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband