Leita í fréttum mbl.is

Eina þjóðin.

Utanríkisráðuneyti erlendra ríkja hafa sum hver hlutast til um að aðstoða eigin ríkisborgara á Gaza.

Aðgerðir utanríkisráðuneytis Íslands vekja sérstaka athygli þar suður frá og víðar, en við hlutumst til ein þjóða um dvalarleyfishafa, sem Ísland ber enga ábyrgð á.

Að venju var  utanríkisráðherra í fjölmiðlafríi þegar svara þurfti fyrir þessa aðgerð. En Katrín Jakobsdóttir sagði mikið gleðiefni, að utanríkisráðherra hefði hlutast til um að flytja yfir 70 dvalaraleyfishafa frá Gasa til Íslands. Í sama streng tók lautinant Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra, sem minnti á ljóðlínuna úr kvæði Steins Steinars: "Og lautinant Valgerður (Guðbrandur) vitnar um veginn af Drottins náð." 

Hvorki dönsku né sænsku ríkisstjórninni hefur nokkru sinni dottið í hug að gera aðra eins vitleysu og íslenska utanríkisráðuneytið stendur nú fyrir. Hlutfallslega miðað við fólksfjölda, samsvarar þessi innflutningur ráðuneytisins til þess, að Svíar flyttu inn 2.016 manns og Danir 1.224. Þetta dettur þessum þjóðum ekki í hug. Þær hafa vítin til að varast.

En íslenska ríkisstjórnin virðist á sama róli og bent er á í helgri bók að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. En þetta er bara byrjunin. Meining ríkisstjórnarinnar er að flytja inn helmingi fleiri. Hvar er þetta fólk eiginlega statt?

Í dag eru birtar niðurstöður rannsóknarstofu vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að 11% launafólks búi við skort. Ekki nóg með það. Meirihluti einstæðra mæðra eða 63% á erfitt með að ná endum saman. Ekki hefur frést af viðbrögðum vinnumarkaðsráðherrans Guðmundar Inga Guðbrandssonar við þessu enda á hann sjálfsagt nóg með að fagna eins og lautinant Valgerður á sínum tíma þeirri auknu ómegð sem hann er að flytja inn í landið og íslenskir skattgreiðendur verða að ala önn fyrir um ókomin ár. 

Það er von að fólki ofbjóði eins og Stefaníu Jónsdóttur sem skrifar skelegga grein í Mbl. í dag um stjórnmálamenn þjóðarinnar: 

"Ekkert af ykkur er að verja land og þjóð." 

Taka má undir þetta að mestu, en samt eru sem betur fer nokkrar heiðarlegar undantekningar. Það er hins vegar dapurlegt að svo virðist sem meirihluti stjórnmálastéttarinnar átti sig ekki á meginhhlutverki sínu: Að verja kjör almennings í landinu og standa vörð um þjóðtungu, menningu og fullveldi þjóðarinnar. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hverjir er að heimta þessa Palestínumenn til landsins, sem að líkum lætur eru að stærstum hluta harðir stuðningsmenn Hamas?

Mín tilfinning er sú að það sé ekki hinn almenni kjósandi ríkisstjórnarflokkanna sem eru helstu hvatamenn þess að fólkið sé sótt enda er flestum ljóst að samfélagið á nú þegar fullt í fangi með að leysa úr vanda þeim fjölda hælisleitenda sem rekið hafa nú þegar upp á fjörur landsins.  Ætli hópurinn sem hafi ekki hve hæst við ráðherra Vg séu fyrrum Vg liðar sem nú þegar eru komnir með annan fótinn í Sósíalistaflokkinn.

Niðurstaðan er því sú að það sé ekki Bjarni Ben sem stjórni utanríksstefnu Íslands heldur Gunnar Smári Egilsson.

Sigurjón Þórðarson, 6.3.2024 kl. 10:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Sigurjón. Hvað svo sem veldur, þá bera ráðherrar alltaf ábyrgðina hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það að flytja inn á einu bretti á annað hundrað manns frá Gaza er algjört glapræði þegar eina skynsemin er að loka landamærunum.

Ekki leysir þetta stjórnleysið.  

Jón Magnússon, 6.3.2024 kl. 20:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú vilja Bjarni Ben og 14 aðrir þingmenn endurheimta þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar til varðveislu.Safnið er í eigu Ríkisbókasafns Bæjaralands í Munchen,en tilheyrir samt Jóni Árnasyni útgefanda og sagt vera framlag hans til sjálfsæðisbaráttunnar. HEIR,heir, er eitthvaðí gangi?

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2024 kl. 00:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli Færeyingar flytji inn marga flóttamenn frá fjarlægum menningarheimum sem helstu ættu að fá aðstoð frá nágrannaríkjum?

Geir Ágústsson, 7.3.2024 kl. 06:57

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er eins gott að það séu einhverjir sem geti lesið bækurnar þegar við fáum þær. 

Jón Magnússon, 7.3.2024 kl. 08:32

6 Smámynd: Jón Magnússon

Færeyingar hafa vit á því að taka ekki við neinum Geir. 

Jón Magnússon, 7.3.2024 kl. 08:32

7 Smámynd: Merry

Sæll Jón

Mér lyst míkið um þetta stykki :

"Það er hins vegar dapurlegt að svo virðist sem meirihluti stjórnmálastéttarinnar átti sig ekki á meginhhlutverki sínu: Að verja kjör almennings í landinu og standa vörð um þjóðtungu, menningu og fullveldi þjóðarinnar."

Merry, 9.3.2024 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband