Leita í fréttum mbl.is

Siðlaus ríkisafskipti og mismunun

Íslenskir skattgreiðendur greiða framleiðendum bandarískra sjónvarpsþátta rúma 4 milljarða eða 35% heildarkostnaðar við framleiðslu þáttana. Er þetta ekki hámark siðleysis ríkisafskipta og niðurgreiðsla launa?

Engin siðferðileg eða fjárhagsleg rök réttlæta þessar gjafir til bandarískra stórgróðafyrirtækja, frekar en innlendra. Þetta er ósiðlegt, spilling andstæð hugmyndum markaðsþjóðfélagsins.

Sérkennilegt að talsmenn þess stjórnmálaflokks, sem vill samsama sig með frjálsri samkeppni, skuli gangast fyrir ólögum til að gefa atvinnugrein milljarða á kostnað skattgreiðenda. 

Stjórnmálaelítan lætur sér vel líka. Varla geta sannfærðir sósíalistar verið ánægðir heldur með að auðvaldinu séu réttir milljarðar með þessum hætti af ríkisins fé og ekki einusinni krafist endurgreiðslu ef framleiðslan skilar arði. Allt skal fara í vasa auðkýfinganna sem framleiða skemmtiefnið.

Það er engin stjórnmálastefna sem réttlætir svona siðleysi. Samt segir enginn neitt og allir dansa með  í vitleysunni. 

Vonandi stígur þó ekki væri nema einn stjórnmálamaður fram og segir með þunga: 

"Svona gerum við ekki."  "Svona spillingu er ekki hægt að líða."


mbl.is True Detective fékk fjóra milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar allir flokkar standa fyrir Marxisma, er niðurstaðan á raungunni.

Guðjón E. Hreinberg, 9.3.2024 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband