Leita í fréttum mbl.is

Hnignun stjórnmálastéttarinnar

Í grein, sem Francis Fukuyama skrifaði í helgarblað Financial Times þ. 2.mars s.l., segir hann að skv. niðurstöðu rannsóknarstofnunarinnar "Freedom House" (FH) hafi stjórnmálastéttinni í lýðræðisríkjum heimsins hrakað mikið síðustu 18 árin. Alvarlegasta ástandið sé í Bandaríkjunum.

Hnignun stjórnmálastéttarinar og stofnana þjóðríkis verður m.a. þegar þessir aðilar bregðast ekki við og aðlaga sig ekki að breyttum aðstæðum.

Þegar litið er á Ísland verður ekki annað séð, en niðurstaða FH sé í samræmi við það sem hefur verið að gerast hér. Stjórnmálastéttinni hefur hnignað bæði hvað varðar mannval og siðferðilegar viðmiðanir. Sem dæmi eru ofurlaunin sem stjórnmálamenn skammta sér, vaxandi sveit verklítilla pólitískra aðstoðarmanna og milljarðarnir sem stolið er úr ríkissjóði til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokka.

Greinarhöfundur telur að hnignun stjórnmálastéttarinnar sé mest í Bandaríkjunum og bendir á komandi forsetakosningar mili Joe Biden og Donald Trump.

Margir spyrja hvernig standi á því að Bandaríkin, sem búa yfir miklum mannauði skuli vera í þeirri stöðu að sitjandi forseti sem kemst varla skammlaust fram úr skrifuðum ræðum, getur ekki setið fyrir svörum svo vel sé og rugli jafnvel saman Úkraínu og Gaza í umræðum verði frambjóðandi Demókrataflokksins.

Hvað þá að frambjóðandi Repúblíkanaflokksins verði Donald Trump, sem átti dapra leiki þegar hann var að láta af embætti fyrir fjórum árum síðan, sem m.a. leiddi til skrílsláta og árásar á þinghús Bandaríkjanna. Flestir hefðu talið að það mundi nægja til að hann yrði ekki aftur í kjöri, en sú varð ekki rauninn. Nýlega bauð hann Rússum að ráðast á hvaða NATO ríki sem væri, sem borgaði ekki ímyndaða skuld við bandalagið. 

Við höfum lítið með forsetakosningar í Bandaríkjunum að gera,en úrslitin þar skipta okkur og heimsbyggðina miklu.

Eitt af því sem ekki er nefnt í greininni, en skiptir miklu er sú staðreynd, að hugmyndafræðilegur ágreiningur meginflokka er ekki lengur til staðar og stjórnmálamenn þeirra eru þáttakendur í stjórnmálapartíi en ekki stjórnmálum sbr. íslensku ríkisstjórnina. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef lengi verið fastur lesandi þessara pisla.

Andreas Bergmann (IP-tala skráð) 10.3.2024 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband