Leita í fréttum mbl.is

Að gera skyldu sína.

Hælisleitandinn,sem ógnaði vararíkissksóknara er síbrotamaður, sem ítrekað hefur gerst sekur um alvarleg afbrot. 

Maðurinn fékk dvalarleyfi,sem er löngu útrunnið, samt hefur honum ekki verið komið úr landi. Hvað veldur? Af hverju gera yfirvöld ekki neitt. 

Þrátt fyrir að vararíkissaksóknari o.fl. hafi setið undir ógnunum hælisleitandans, þá var ekki brugðist við frekar en í svo ótal öðrum sambærilegum málum. 

Nú reynir á dómsmálaráðherra og sjá til þess að þeir embættismenn sem málið heyri undir geri skyldu sína og komi öllum í burtu, sem eru ólöglega í landinu. 

Ógnin sem beinist að saksóknara í dag,beinist líklega síðar að þeim. 

Þeir hælisleitendur sem hingað koma verða að vita að lögum sé framfylgt og fólk sent í burtu þegar það er hér ólöglega. Annars gera þeir bara réttilega grín að okkur og skilaboðin fara út um allt að takist fólki að komast inn í Ísland þá þurfi ekki að óttast að vera sent í burtu. Hvaða áhrif hefur það? 

Brottvísun ólöglegra hælisleitenda ásamt landamæraeftirliti skilar árangri og það fyrr en ráðgerðar breytingar á útlendingalögum.

Dómsmálaráðherra verður að bregðast við og gera það sem þarf til að lögum sé framfylgt og öllum hælisleitendum sem eru hér ólöglega verði tafarlaust komið í burtu. Ekki seinna en strax. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ekki von á góðu þegar ógnandi mótmæli hælisleitenda skilar augljósum árangri. Þessi linkind og þöggun um ofbeldið mun einungis verða til þess að ástandið muni færast til verri vegar á Íslandi.

Sigurjón Þórðarson, 12.3.2024 kl. 17:49

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vesaldómur ráðamanna er ekki einvörðungu niðrandi fyrir þá sjálfa heldur fyrir land okkar og þjóð. Ef ekkert verður að gert nú þegar mun fjöldi "hælisleitenda" streyma í landið og munum við ekki geta veitt neitt viðnám þegar fjöldi þeirra mun fara um og valda alls konar óskunda lífi og limum okkar og samlanda okkar til skaða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2024 kl. 21:58

3 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Sigurjón. Linkind ráðamanna í sambandi við að flytja þetta fólk frá Palestínu er þeim til skammar. 

Jón Magnússon, 13.3.2024 kl. 10:00

4 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er þetta allt saman satt og rétt hjá þér Tómas. 

Jón Magnússon, 13.3.2024 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 256
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 4077
  • Frá upphafi: 2427877

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 3775
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband