Leita í fréttum mbl.is

Banki allra landsmanna

Ánægjulegt að Þórdís fjármálaráðherra skuli hafa brugðist við til að reyna að koma í veg fyrir kaup "banka allra landsmanna" Landsbankans á tryggingarfélagi. Það voru hins vegar vonbrigði að hún skyldi telja það rétt, að fjármunir til kaupanna gengju í þess stað til þess að fjármagna óhófseyðslu Ríkisins. 

Af hverju ætti Landsbankinn að fjárfesta í tryggingarfélagi? Ekki getur það verið til að rekstur bankans verði betri og skilvirkari hvað þá að viðskiptavinir bankans njóti þess. 

Í stað þess að Landsbankinn reki áhættusama fjárfestingastefnu að hætti íslenskra fjármálafyrirtækja fram að Hruni,þá væri eðlilegra að ríkisbankinn einbeitti sér að þjónustu við almenning í landinu m.a. með því að stuðla að betra lána- og vaxtaumhverfi fyrir viðskiptavini sína.

Taka má undir með þeim sem hafa gagnrýnt stjórnendur Landsbankans fyrir að vanrækja eðlilegt samráðsferli við hluthafa bankans, en framganga stjórenda bankans í því efni er óafsakanleg. Að sjálfsögðu bar yfirstjórn Landsbankans að greina hluthöfum og Bankasýslu með formlegum hætti um fjárfestingu í fyrirtæki á samkeppnismarkaði upp á tæpa 30 milljarða. Það hefði verið mannsbragur af því ef Kristrún Frostadóttir hefði undirstrikað það í stað þess að vera með orðhengilshátt í Kastljósi í gærvköldi. 

Rétt væri að sú stefna yrði mótuð varðandi Landsbankann, að hann verði þjónustubanki fyrir viðskiptavini sína, en vogunarsjóðsdeild uppkaupa og sölu að hætti útrásarvíkinga árið 2007 ásamt yfirstjórn bankans yrði seld og/eða útvísað til þeirra sem vilja reka slíka starfsemi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband