Leita í fréttum mbl.is

Ógnarmenningin

Ásmundur Friðriksson alþingismaður gerði úr ræðustól Alþingis athugasemd við skrílslæti hælisleitenda frá Palestínu og taglhnýtinga þeirra við Alþingishúsið. Þingmaðurinn sagði:

"Mótmæli hafa byrjað í upphafi hvers þingdags og staðið fram undir kvöld. Fjöldi Palestínumanna og stuðningsmanna þeirra hefur barið og lamið þinghúsið að utan, lamið á glugga og slegið á trumbur, blásið í flautur og valdið ónæði, ótta og óþægindum.

Ljóst er að hér er um ótvírætt brot á 3.gr. og 6.gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur og e.t.v. fleiri greinum. Af hverju heldur lögreglan ekki upp lögum og reglu við þinghúsið?

Ásmundur bendir á, að skattgreiðendur beri allan kostnað af veru þessara mótmælenda "húsnæði, heilbrigðisþjónustu og fjölskyldusameiningu".

Síðan bendir þingmaðurinn á það aguljósa, sem öllum átti að vera ljóst miðað við reynslu annarra þjóða.

"Við erum að kalla yfir okkur fólk sem ber með sér þessa ógnarmenningu, fólk sem beitir hótunum til að ná fram kröfum sínum, hefur ráðist að þingmanni og gerir sig líklegt til að vinna okkur sem hér störfum líkamlegt tjón.“ 

Í ljósi þessa sem þingmaðurinn nefnir, er manni spurn: Hversvegna framdi ríkisstjórn Íslands það hermdarverk gegn þjóðinni, að flytja nú á áttunda tug þessa fólks til landsins og ætlar að flytja annað eins til viðbótar. Er ráðherrum þjóðarinnar ekki sjálfrátt?

Vissulega er þetta óviðunandi ástand og slæmt ef lögregluyfirvöld eru svo beygð vegna ógnarmenningarinnar, að þau þora ekki að halda uppi lögum og reglu í miðbæ Reykjavíkur. 

Umburðarlynt þjóðfélag fær ekki staðist og verður eyðilagt ef gefið er eftir fyrir ofbeldisöflunum, sem virða ekki siði okkar menningu eða lögin í landinu. Gegn slíkri óværu verður að bregðast strax af fullri hörku.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Menning sem notar lygar, rangsnúning og áróður til að réttlæta stórfelld morð á mæðrum og börnum, er ekki aðeins ógnarmenning, heldur viðurstyggð.

Guðjón E. Hreinberg, 22.3.2024 kl. 10:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

... eru Hamas liðarnir ennþá fyrir utan þinghúsið?

Ásgrímur Hartmannsson, 22.3.2024 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 634
  • Sl. sólarhring: 659
  • Sl. viku: 4681
  • Frá upphafi: 2427525

Annað

  • Innlit í dag: 571
  • Innlit sl. viku: 4331
  • Gestir í dag: 539
  • IP-tölur í dag: 520

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband