Leita í fréttum mbl.is

Hvað veldur?

Hvað rekur stjórn Landsbanka Íslands til að ætla að gera vondan samning um kaup á tryggingarfélaginu TM?  Með öllu er ljóst, að það eru ekki hagsmunir bankans, sem hafðir eru í fyrirrúmi, þar sem hagnaður af rekstri TM er ekki slíkur að afsaki fjárfestinguna. 

Bankastjórn og bankastjóri hafa ekki réttlætt áformin um kaup á TM með einum eða neinum hætti. Hvað skyldi síðan valda því. 

Hvað veldur því að stjórn og bankastjóri Landsbankans gerir ekki eina hluthafanum, ríkinu viðhlítandi grein fyrir þeirri ætlun sinni að kaupa tryggingarfélag á yfirverði. 

Svör bankastjórnar til þessa eru ekki viðhlítandi og þess eðis að hlítur að vekja grunsemdir um að það sé eitthvað annað en hagsmunir Landsbankans og hluthafans, ríkisins, sem bankastjórn og bankastjóri láta ráða för. 

Birna Einarsdóttir og bankaráð Íslandsbanka létu af störfum fyrir minni sakir en þær sem bankaráð og bankastjóri Landsbankans gera sig nú sek um. 

Hér er greinilega skrýtinn fiskur undir steini og bankastjórnin hefur ekki réttlætt gjörðir sínar með einum eða neinum hætti og þegar þannig háttar til er eðlilegt að vondar grunsemdir vakni. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það vita það allir sem vilja vita.

Spilling í sinni verstu mynd.

Nú á að nota almenningsfé til að bjarga

pappírsfyrirtækinu KVIKU.

Minnir óþægilega á árin fyrir hrun.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.3.2024 kl. 11:47

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er einhver að bjarga einhverju sem er ekki hægt að bjarga.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.3.2024 kl. 14:33

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Ef TM tryggingafélag er svo verðmætt sem bankastjóri Landsbankans ýjar að, hví ættu þá Kvika og lífeyrissjóðir að selja frá sér þá gullgæs?

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 30.3.2024 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 494
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband