Leita í fréttum mbl.is

Upprisuhátíðin er okkar. Gleðilega upprisuhátíð.

Páskar þýða framhjá ganga og vísar til 1. Mósebók um fyrirskipun Jahve til Gyðinga í Egyptalandi,að slátra lambi og rjóða blóðinu á dyrastaf fyrir framan útihurð húsa sinna og þá mundi Jahve ganga framhjá húsum þeirra, en framkvæma fjöldamorð á saklausum egypskum börnum í öðrum húsum í landinu.

Þessi frásögn um ættbálka- og, þjóðarguðinn er andstæð kristinni hugsun og kristilegri boðun þar sem allar þjóðir og allir einstaklingar eru jafnir fyrir Guði fyrir trúna á Jesú Krist.

Jesús boðaði kærleiksríkan Guð allra þjóða. Þess vegna er það illa valið að nota orðið páskar um helgustu trúarhátíð kristins fólks, uppristuhátíðina, þegar Jesú reis upp frá dauðum og  Guð opinberaði með því fyrir mönnunum fyrirheit sitt um eilíft líf. 

Upprisa Jesú og kenning hans og boðun er um kærleiksríkan Guð allra þjóða. Guð friðar og fyrirgefningar. Boðun Jesú og trúin á hann er um sigur lífsins yfir dauðanum og kærleik milli manna. 

En kærleiksboðskapurinn á sér erfitt uppdráttar. Ill öfl sækja að og kristið fólk verður að átta sig á að það verður að standa saman órofa og hvika hvergi, gegn þeirri ógn sem nú steðjar að kristinni trú og kristnum einstaklingum víða um heim. 

Það er ekki aðeins utanað komandi ógn, sem við er að eiga. Innan kirkjudeilda m.a. í  íslensku þjóðkirkjunni hefur boðuninni iðulega verið rangsnúið til að þóknast tískustraumum og tímabundnum fáránleika, þar sem jafnvel prestar viðurkenna ekki lengur líffræðilegar staðreyndir m.a. um mun á kynjunum og að kynin séu bara tvö. Úthýsum villukenningum og berum sannleikanum vitni eins og Jesú sagði við Píltus, að hann væri í heiminn borinn til að bera sannleikanum vitni.  

Gleðilega upprisuhátíð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband