Leita í fréttum mbl.is

Að verja það óverjanlega

Það styttist í að alþjóð verði kynnt ný ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar skv. heimildim Morgunblaðsins. 

Hvort sem Bjarni Benediktsson eða einvher annar verður forsætisráðherra,þá liggur ráðherralistinn nokkuð ljós fyrir og m.a. mun síbrotaráðherrann Svandís Svavarsdóttir verða ráðherra.

Inga Sæland formaður flokks fólksins hefur kynnt þá ætlun sína að flytja vantrausttillögu á Svandísi sem eru m.a. þau að hafa valdið skattgreiðendum hundruða milljarða tjóni með því að banna hvalveiðar í fyrrasumar, þegar hún tók ákvarðanir andstæðar lögum og ráðleggingum starfsmanna ráðuneytis hennar. Henni átti og mátti vera ljóst, að hún var að brjóta lög þegar hún fór gegn atvinnfrelsinu til að valda einu fyrirtæki og starfsfólki þess alvarlegu tjóni. 

Brot Svandísar er svo alvarlegt, að flokkur hennar hefði átt að sjá sóma sinn í að fela henni önnur verkefni en ráðherradóm, en brot hennar eru svo alvarleg, að rétt væri að Alþingi vísaði ávirðingum Svandísar til Landsdóms.

Það er málefnaleg afstaða Ingu Sæland að halda við vantrausttillögu sína. Að sama skapi verður það þeim þingmönnum sem verja Svandísi vantrausti til mikils vansa. Hvernig ætlar flokkur athafnafrelsis og atvinnufrelsis að fara að við afgreiðslu vantrauststillögunar? Standa með óréttlætinu eða greiða atkvæði með vantrauststillögunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 278
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2450192

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 4181
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband