Leita í fréttum mbl.is

Nú er vetur úr bæ

Gleðilegt sumar. 

Vonandi verður sumarið gott eftir rysjóttan og kaldasta vetur, á öldinni.

Sumarið er tíminn segir Bubbi Morthens í kvæði. Með sama hætti hafa skáldin fyrr og síðar ort til sumarsins. Blessuð vertu sumarsól. Nú er sumar gleðjist gumar og kvæði listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar "Nú andar sumrið sæla vindum þýðum. 

Þjóð við ysta haf á svo mikið undir veðrum og vindum jafnvel þó að tækni nútímans hafi gert illviðri og kulda bærilegri en áður var. Þess vegna óskum við hvort öðru gleðilegu sumri.

Engum dettur í hug við vetrarbyrjun að segja gleðilegan vetur. Jafnvel ekki gleðilegt haust. Við erum börn sumarsins á okkar ísaköldu landi og tökum undir með skáldinu sem orti "nú er vetur úr bæ.

Vonandi verður sumarið gjöfult, gott og góðviðrasamt og við skulum gleðjast saman yfir sumarkomunni og að vetur sé úr bæ.

Nú er vetur úr bæ

rann í sefgrænan sæ

og þar sefur í djúpinu væra.

En sumarið blítt

kemur fagurt og frítt

með fjörgjafarljósinu skæra. (Jónas Hallgrímsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband