Leita í fréttum mbl.is

Forseti

Þá liggur fyrir hverjir verða í kjöri til embættis forseta. 

Óneitanlega kemur á óvart hvað margir þeirra, sem bjóða sig fram hafa ekki látið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni til þessa.

Ýmsir hafa gagnrýnt hvað fáa meðmælendur þarf með framboði. Ekki er ástæða til að vandræðast með það. Í lýðræðisríki á að stuðla að því að sem flestir geti boðið sig fram til lýðkjörinna embætta. 

Það sem þarf að gera er að hafa tvöfalda umferð milli þeirra tveggja sem efst eru ef engin nær 50% fylgi í fyrstu umferð. 

Jafnan þegar gengið er til kosninga um forseta, er látið sem forseti geti haft og hafi úrslitaáhrif um stjórnun landsins. Svo er ekki. Forseti getur haft viss áhrif en megihluti tíma forsta og embættisverk er glingur við fánýti og verkhelgi, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en að forsetinn sé sýnilegur og geti glatt börn og gamalmenni.  

Mikilvægi forseta kemur einungis til verði stjórnarkreppa í landinu. Hans hlutverk er þá að leggja sín lóð á vogaskálarnar til að tryggja að sem fyrst komi starfhæf ríkisstjón í landinu. 

Við forsetakosningar ræða frambjóðendur fjálglega um að þau muni beita sér fyrir því í auknum mæli að forseti samþykki ekki lög sem meirihluti Alþingis hefur fallist á. Slíkt hjal er fánýtt eins og dæmin hafa sannað. Stæðu frambjóðendur við þessi fyrirheit þá mundi það leiða til stjórnskipulegrar óreiðu.

Minnt er á framgöngu Ólafs Ragnars í Icesave málinu, sem voru honum til sóma, en hafa verður í huga að þá voru aðstæður einstakar og gjá hafði myndast milli þings og þjóðar eins og ítrekaðar skoðanakannanir og undirskriftir sýndu fram á.

Raunar væri eðlilegra, að sú breyting yrði gerð á stjórnarskrá lýðveldisins, að settar yrðu reglur svipaðar þeim sem eru t.d. í Danmörku eða Sviss varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur, en þessi kaleikur tekinn frá forseta, þar sem hann á ekki heima.  

Sá sem þetta skrifar telur að það eigi að taka upp svipaða stjórnskipun og í Bandaríkjunum og/eða Frakklandi þar sem þjóðkjörinn forseti myndar ríkisstjórn.

Meðan það er ekki gert sitjum við uppi með nánast valdalaust glingurembætti æðsta embættismanns þjóðarinnar, forseta lýðveldisins, hvað svo sem frambjóðendur til embættisins segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Sá sem þetta skrifar telur að það eigi að taka upp svipaða stjórnskipun og í Bandaríkjunum og/eða Frakklandi þar sem þjóðkjörinn forseti myndar ríkisstjórn. 

Meðan það er ekki gert sitjum við uppi með nánast valdalaust glingurembætti æðsta embættismanns þjóðarinnar, forseta lýðveldisins, hvað svo sem frambjóðendur til embættisins segja".---------------------------------------------------------------------------------------------

Þarna erum við sammála

og þá er það bara Amen á eftir efninu.

Dominus Sanctus., 27.4.2024 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 278
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2450192

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 4181
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband