Leita í fréttum mbl.is

Ég forseti

Fundur RÚV með frambjóðendum til forseta var óvenju vel heppnaður. Rennslið var gott, spyrlarnir héldu sig þokkalega á mottunni og voru málefnalegir nema e.t.v. vottaði fyrir nokkru óþoli gagnvart Ástþóri Magnússyni, en að því slepptu gat þetta varla verið betra.

Frambjóðendur koma úr mismunandi umhverfi. Sumir eru alvanir að tjá skoðanir sínar og miðla upplýsingum og það leyndi sér ekki hvað frambjóðendur eins og Arnar, Baldur,Höllu Tómasdóttur og  Katrínu varðaði, sem öll komust mjög vel frá þessum þætti og þau Katrín, Baldur og Arnar komu að mati þess sem þetta ritar best frá þessum kappræðum frambjóðenda og þar tókst Katrínu Jakobsdóttur best upp.

Jón Gnarr stóð sig mjög vel og tókst að koma inn nokkrum léttleika í þáttinn sem gerði hann skemmtilegri. Ástþór Magnússon kom á óvart og stóð sig betur en áður og tókst að koma friðarboðskapnum og vandamálum vegna straums hælisleitenda vel til skila.

Miðað við það sem búast mátti við komumst allir frambjóðendurnir vel frá þessum þætti að einum undanskildum, sem stóð ekki undir væntingum, en vera má að sá frambjóðandi hressist þegar líður á eins og Eyjólfur forðum. Það kemur í ljós.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 302
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4123
  • Frá upphafi: 2427923

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 3814
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband