Leita í fréttum mbl.is

Það er auðvelt að bæta þjónustuna

Fyrir nær hálfri öld var ég í New York á leið til Washington DC. Þegar ég steig út úr leigubílnum við byggingu flugfélagsins sem ég flaug með kom vörpulegur stór hörundsdökkur maður og spurði;

You flying National? Ég sagði já. Hvert sagði maðurinn og tók töskuna mína eftir að ég hafði sagt frá áfangastað og setti hana niður í stærðar hólf fyrir utan bygginguna. og það skipti engum tökum og sagði mér að hvaða hliði ég ætti að fara. Ég var kominn að brottfararhliðinu tæpum tíu mínútum eftir að ég steig út úr leigubílnum. 

Mér varð svolítið um og bjóst ekki við að sjá töskuna aftur en sá hörundsdökki var svo valdsmannslegur að ég hreyfði ekki mótmælum. Taskan skilaði sér og ég sá að þarna var bara góð þjónusta. 

Nú 50 árum síðar á tölvuöld fyndist manni að það ætti að vera einfaldara að gera hlutina á flugvöllum til þæginda fyrir farþega. Fólk ætti að geta fá send gögn til að geta innritað og losað sig við  farangur við komu að flugstöð án vafninga og engin þyrfti að fara að innritunarborði þar sem farþegar innrita sig fyrirfram og gætu gengið beint að öryggisleitinni, sem líka mætti einfalda, þar sem megin hluti farþega er ekki fólk sem þarf að vera í einhverri reikistefnu við. 

Á ferðalögum hef ég alltaf með mér krossmark, Jesú á krossinum. Það bregst sjaldan  við öryggisleit, að mér er gert að opna handfarangur og sýna krossmarkið.

Við nánari hugsun er það e.t.v. ekkert skrýtið. Jesú er sá byltingarmaður, sem hefur með kenningum sínum um frið, kærleika og að allir séu jafnir fyrir Guði þar sem Guð fari ekki í manngreinarálit ollið meira umróti og jákvæðum breytingum en nokkur annar. En að sama skapi er hann kenningar hans og kristið fólk engin ógn við flugfarþega eða flugöryggi nema síður sé.

Sú ógn kemur frá öðrum en kristnu fólki frá trúarbrögðum sem valda ógn,ófriði og ójafnvægi hvar sem er í heiminum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 273
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 4489
  • Frá upphafi: 2450187

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 4177
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband