Leita í fréttum mbl.is

Sóðaskapur

Pólitísk spilling er það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar þær staðreyndir sem komu fram í úttekt Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur eru skoðaðar. Svo virðist sem vanhæfni, pólitísk spilling og vinargreiðar hafi fylgt meirihlutastjórn Dags B. Eggertssonar á Reykjavíkurborg.

Á þessu bera samstarfsflokkar Dags í Reykjavík, Viðreisn og Flokkur fólksins fulla ábyrgð. 

Það er sjálfstætt rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju stjórnendur RÚV beittu sér gegn því af öllum mætti, að þáttur Maríu Sigrúnar fengist ekki sýndur. Loksins tókst þó að sýna hann og þá allt í einu þá -loksins- áttuðu sumir sig á því að þeim var ekki stætt á því lengur að reyna að breiða yfir óhroðann. 

Borgarstjórinn í Reykjavík tilkynnti að innri endurksoðun Reykjavíkur eigi að skoða málið skv. tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. En er það eðlilegt? Er málið ekki miklu stærra og alvarlegra og geri kröfu til að óháður aðili en ekki hluti af stjórnkerfi Reykjavíkurborgar kanni málið til hlítar. 

Getur Dagur B. Eggertsson setið sem formaður borgarráðs meðan könnun á þessu alvarlega máli fer fram?

Það eru síðan sjálfstæð rannsóknarefni út af fyrir sig: 

Hversvegna ekki var brugðist við gagnrýni Vigdísar Hauksdóttur þá borgarfulltrúa á sínum tíma. 

Hvað olli því, að stjórnendur Kveiks og RÚV reyndu af öllum mætti að koma í veg fyrir að þáttur Maríu Sigrúnar yrði sýndur á RÚV. 

Getur verið að núverandi borgarstjóri hafi ekki vitað af samningum Dags. B. Eggertssonar við olíufélögin um beinsínstöðvarnar á tveggja ára náms- og undirbúningstíma sínum til að taka við sem borgarstjóri?

Getur borgarstsjóri frýjað sig ábyrgð á a.m.k. vítaverðri stjórnsýslu Dags B. Eggertssonar í þessu máli?

Því miður virðist svo sem spilling í íslenskri stjórnsýslu, sem teygir anga sína inn í RÚV, sem hefur reynt yfirhilmingu í málinu sé mun víðtækari en margir höfðu ætlað.  

Það mein verður að rífa upp með rótum hvar svo sem það bærir á sér. 

Þess vegna er yfirborðsskoðun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar ekki nægjanleg til að fullnægjandi rannsókn fari fram á þessu spillingarmáli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks mun hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. 

Ég gat ekki betur séð en að þetta hafi verið mjög vel unnið hjá henni. Það er greinilega eitthvað annað sem liggur á bakvið að þeir vildu þetta ekki í loftið

Rafn Haraldur Sigurðsson, 8.5.2024 kl. 09:34

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hinn flokkspólitíska siðleysisfnyk Samfylkingarinnar leggur af þessu máli um allt útsendingarsvæði RÚV.  Svei aftan "rannsóknarblaðamennskunni" á þeim bænum.  RÚV, "útvarp allra landsmanna", er ormagryfja, sem stendur vörð um flokkspólitíska hagsmuni.  Samfylkingin hefur eyðilagt bæði fjárhag og stjórnkerfi borgarinnar, og þetta virðast menn vera að undirbúa sig fyrir að leiða yfir Stjórnarráð Íslands.   

Bjarni Jónsson, 8.5.2024 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 637
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband