Leita í fréttum mbl.is

Fyrr má nú aldeilis fyrrvera

Þeir Guðmundur og Eyjólfur voru vinir, þó þeir væru ósammála í pólitík. Þeir deildu oft hart. Eitt sinn var Guðmundur í heimsókn hjá Eyjólfi og talið barst að frumvarpi sem flokkur Eyjólfs bar fram og fann Guðmundur því allt til foráttu og fór mikinn. Eyjólfur stóð þá upp og bað Guðmund vinsamlegast um að fara og sagði: "Það er óþolandi að þurfa að viðurkenna að þú hafir rétt fyrir þér og það í mínu húsi."

Mér varð álíka við þegar ég las orðaskipti formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra í gær vegna ríkisfjármála og efnahagsstefnunnar. Ábyrgðarlaus eyðslustefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur undir fjármálastjórn formanns Sjálfstæðisflokksins og áframhaldandi eyðslustefna nú undir stjórn formanns Framsóknarflokksins er langt frá því að vera sjálfbær og andstæð grunngildum Sjálfsstæðisstefnunnar. 

Þessi ósjálfbæra helstefna í ríkisfjármálum er algjörlega andstæð hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um aðhald og sparnað í ríkisfjármálum og takmörkuð umsvif hins opinbera. Má vera að þetta algjöra frávik frá stefnu flokksins valdi stöðugt minna fylgis hans skv. skoðanakönnunum. 

Er virkilega engin þingmaður í bergmálshelli þingflokks Sjálfstæðisflokksins utan Óla Björns Kárasonar,  sem er ósammála þeirri ríkishyggju og ofurskattlagningu sem fylgt hefur verið undanfarin ár og meiningin er að fylgja áfram.

Fari svo fram áfram, er hætt við að það verði ólíkt því sem var með heimili Eyjólfs, þegar hann vísaði Guðmundi vini sínum á dyr að í þess stað vísi kjósendur núverandi valdhöfum á dyr og vistaskipti verði á stjórnarheimilinu. 

En er einhvers betra að vænta taki annar ríkishyggjuflokkur við af þeim sem nú stjórna? Sé ekki svo, hvað eiga kjósendur þá að gera? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 397
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4218
  • Frá upphafi: 2428018

Annað

  • Innlit í dag: 365
  • Innlit sl. viku: 3901
  • Gestir í dag: 341
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband