Leita í fréttum mbl.is

Á að meta fólk eftir þjóðerni en ekki á grundvelli hæfileika?

Einstaklingar eru mismunandi óháð þjóðerni. Ekki skal hins vegar gert lítið úr þýðingu menningar, trúarbragða og viðhorfa varðandi mótun einstaklingsins. 

Hver einasti einstaklingur á rétt á því að sýna hvað í honum býr óháð þjóðerni, trúarsannfæringu, litarhafti kynhneigð eða öðru slíku. 

Þetta virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem vildu sýna fyrirlitningu sína á framlagi íslenska fulltrúans í Eurovision keppninni með því að efna til einhvers sem þeir kölluðu "samstöðutónleika" í Háskólabíó þegar íslensku þáttakendurnir fluttu framlag sitt fyrir Íslands hönd í vikunni. 

Forseti lýðveldisins Guðni Th.Jóhannesson gat ekki gert minna úr sér en með því að mæta á þessa svonefndu "samstöðutónleika" til stuðnings dauða- og nauðgunarsveitum Hamas. Í stað þess að standa með og fylgjast með framlagi íslensku listamannanna sem komu fram fyrir hönd þjóðarinnar í Malmö í Svíþjóð. Sama má segja um þá sem stóðu að "samstöðutónleikunum" ef þeir vildu mótmæla framlagi og þáttöku Ísrael þá var rétti tíminn þegar framlag Ísrael var flutt, en það var ekki markmiðið heldur það að gera lítið úr íslenska listafólkinu í Malmö.

Einstaklingur frá Ísrael 20 ára gömul kona flytur framlag lands síns á söngvakeppninni í Malmö. Í gær efndu vinstri róttæklingar eins og gyðingahatarar til mótmæla gegn því að þessi einstaklingur fengi að flytja framlag sitt. Þeir vilja ekki að hún sé metin að verðleikum sem einstaklingur.

Hvað réttlætir það að gera hróp að þessari ungu konu og frábæra listamanni eingöngu vegna þess að hún skuli vera af ákveðnu þjóðerni. Rasistarnir sem að því standa neita að viðurkenna einstaklinginn en telja rétt að einstaklingurinn sé metinn eftir þjóðerni en ekki verðleikum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fyrirtæki sem stýrt er af eignasjóðunum Blackrock og Vanguard hafa iðkað undanfarin ár að taka fólk af dökkum kynþáttum fram yfir fólk af hvítum kynþáttum, þegar kemur að ráðningum, og sérstaklega ránðningum yfirmanna.

--Dáin menning

Guðjón E. Hreinberg, 11.5.2024 kl. 10:37

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eden Golan  stóð sig frábærlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kvöld vonandi fer keppnin að snúast meira um tónlist og skemmtan en eitthvað annað.

Sigurjón Þórðarson, 11.5.2024 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 686
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6422
  • Frá upphafi: 2473092

Annað

  • Innlit í dag: 623
  • Innlit sl. viku: 5851
  • Gestir í dag: 598
  • IP-tölur í dag: 585

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband