Leita í fréttum mbl.is

Bucaramanga

Sjálfsagt hafa fáir heyrt af borginni Bucaramanga í Kólumbíu. Íbúar eru 650 þúsund eða tæplega helmingi fleiri en Íslendingar. Borgin hefur verið kölluð "fallega borgin í Kólumbíu og borg lystigarðanna með um 160 slíka garða. 

Inn í þessa fallegu borg hefur upp á síðkastið streymt fjöldi hælisleitenda aðallega frá Venesúela, þar sem kommúnisminn er enn og aftur að sýna að hann bíður aðeins upp á örbirgð, ofsóknir og spillingu. Svo er komið fyrir ríki sem var áður eitt það ríkasta í S-Ameríku.

Borgarstjóri Bucaramanga sagði af gefnu tilefni fyrir nokkru: 

"Ef við tölum um fólksflutninga þá erum við að tala um örbirgð, fólk sem býr á götunum,atvinnuleysi og aðstreymi og sölu eiturlyfja. Við höfum verið neydd til að taka á okkur þennan kostnað, en höfum ekki fjármuni getu eða mannsskap til að geta  gert þetta."

Þarna var engin vondur rasisti að tala heldur maður sem þarf að bregðast við vandamáli.  Vandamál hans eru þó smáræði á við það vandamál sem Evrópa ekki síst Ísland standa frammi fyrir í dag. 

Hælisleitendurnir sem koma til Bucaramanga tala sama tungumál og íbúarnir og hafa sömu trú og rætur menningar þeirra er sú hin sama. 

Annað er hér á landi þar sem streymir inn mikill fjöldi fólks úr ólíkum menningarheimum, sem játa önnur trúarbrögð, tala önnur tungumál og hafa aðra siði og menningu. Vandamál okkar í þessu eru því margfalt meiri og tröllaukin að mörgu leyti miðað við það sem borgarstjóri Bucaramanga lýsir. 

En við erum að rembast við að gera áfram vitlausa hluti í málefnum hælisleitenda eins og allan s.l. áratug, þar sem allir stjórnmálalfokkar bera ábyrgð en viglóra er þó í stefnu Miðflokksins, Flokk Fólksins og Sjálfstæðisflokksins, en samt skortir á, að fólk átti sig á að það þarf að gera margfalt meira en nú er verið að leggja til.

Það verður að loka landamærunum algerlega tímbundið fyrir hælisleitendum. Við höfum síðan ekki efni á bruðli við að leysa ólöglega hælisleitendur út með flugmiðum og gildum farareyri. Það á ekki að vera á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Hvað þá að standa undir kostnaði við svonefnt verndarkerfi hælisleitenda.

Þjóð verður alltaf að átta sig á að hún þarf fyrst og síðast að geta staðið undir kostnaði við verndarkerfi eigin íbúa.  

Vandamálin vegna óábyrgrar glórulausrar stefnu í málefnum hælisleitenda er og verður okkur dýr;

hvað varðar menntun ungmenna þar sem enn er haldið í delluna um skóla án aðgreiningar,

hvað varðar að gæta öryggi borgaranna, sem sett hefur verið í stórhættu með því að heimila innflutning fólks sem er allsstaðar til vandræða já og jafnvel flytja það inn í stórum hópum á kostnað skattgreiðenda.

 

hvað varðar að aðlaga fólk íslenskri menningu og kenna því að tala íslensku.

Við erum að taka við fóli sem er ólíkt okkur að menningu, talar annað tungumál, hefur aðra siði og er sprottið upp úr þeirri miðaldamenningu, sem nú er mesta ógnin við öryggi almennra borgara í Vestur Evrópu. 

Við höfum verk að vinna til að koma á eðlilegu ástandi einkum varðandi aðlögun þeirra sem þegar eru komnir og höfum hvorki peninga né mannafla til að taka við fleirum. Ekki frekar en borgarstjóri Bucaramanga bendir á að ekki sé frekar hægt þar, þó vandamál hans séu margfalt minni en okkar að svo mörgu leyti. 

Það verður að loka landamærunum og það verður að láta þá stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á hælisleitendaruglinu hér á landi sæta þeirri ábyrgð sem kjósendur geta sýnt stjórnmálamönnum með atkvæði sínu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 152
  • Sl. sólarhring: 889
  • Sl. viku: 3840
  • Frá upphafi: 2449324

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 3601
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband