Leita í fréttum mbl.is

Nytsamir fávitar

Nytsamir fávitar á Vesturlöndum eru nú eina von Hamas, skrifar dálkahöfundurinn  Con Coughhlin í Daily Telegraph í gær. 

Í grein sinni rekur hann hvernig Íran og Hamas skipulögðu í sameiningu hryðjuverkaárás Hamas á óbreytta borgara í Ísrael 7.október s.l. og hvernig vonir Hamas hafi ein af annarri brugðist og þeir sjái fram á ósigur og eina von þeirra nú sé að nytsamir fávitar á Vesturlöndum geti orðið þeim til hjálpar. 

Þegar hryðjuverkasamtökin Al Kaída frömdu hroðaleg hryðjuverk í Bandaríkjunum þegar þeir sprengdu tvíburaturnana í New York og flugu flugvél á Pentagon í Washington DC voru öll lýðræðisríki sammála um að styðja bæri Bandaríkin í stríði gegn hryðjuverkum og meira að segja Pútín bauð fram aðstoð. Gengið var milli bols og höfuðs á hryðjuverkasamtökunum þó það þýddi iðulega mikið mannfall þá ekki síst almennra borgara.

Það stóðu líka allir saman um að uppræta ÍSIS hryðjuverkasamtökin jafnvel þó það kostaði líf tugþúsunda almennra borgara.

Annað virðist vera upp á teningnum varðandi Hamas. Þar hamast vinstri elítan dyggilega studd af múslimum og Íslamistum sem fengið hafa skjól á Vesturlöndum undanfarin ár gegn því að gengið verði milli bols og höfuðs á þeim hryðjuverkasamtökum af hverju? Á ekki það sama að gilda um öll hryðjuverkasamtök. Þau verður að uppræta hvað svo sem það kostar. 

Nú er staðan sú, að þegar Varnarsveitir Ísrael byrjuðu gagnárás sína gegn Hamas eftir að Hamas rauf einhliða vopnahlé, sem var í gildi þeirra á milli þ. 7.október, að þá hafði Hamas á að skipa 24 vígasveitum sem voru vel vopnum búnar og vel þjálfaðar. Varnarsveitunum hefur tekist að yfirbuga a.m.k. 18 en eftir er að ráða niðurlögum 4. hersveita sem hafast við í suðurhluta Rafah borgar á Gasa. Talið er að af um 30 þúsund manna herliði Hamas sé a.m.k. 15.000 fallnir en sumir segja 20.000 sem raunar hrekur fullyrðingar Hamas um fjölda almennra borgara sem hafa fallið.

Nytsömu fávitarnir á Vesturlöndum gera nú allt til að koma í veg fyrir að fullur árangur náist í baráttunni við hryðjuverkasamtökin. Þar fer Joe Biden Bandaríkjaforseti því miður framarlega í fylkingu, sem ber vott um dómgreind hans raunar fyrr og síðar í utanríkismálum. 

Vesturlandabúar virðast almennt ekki vita að Hamas voru vel vopnum búnir og velskipulagðir þegar þeir gerðu hryðjuverkaárásina á Ísrael 7. október. Þeir höfðu lagt net undirganga undir Gasa sem sagt er að hafi verið lengra en neðanjarðarlestarkerfið í London. Þess vegna hefur það gengið jafn erfiðlega og raun ber vitni að uppræta þau eins og Ísis og Al Kaída á undan þeim. 

Þegar lokasóknin gegn villimönnunum í Hamas er um það bil að hefjast er dapurlegt til þess að vita að ríkisstjórn Ísland skuli hafa skipað sér í sveitina sem dálkahöfundurinn sem vísað er til kallar "Nytsama fávita" og leiðarahöfundur Morgunblaðsins tekur réttilega undir í leiðara blaðsins í dag 16. maí 2024 með öðrum og mildari orðum. Tekið skal undir allt það sem kemur fram í þeim leiðara. 

Eftir að hafa lagt Hamastillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lið hefur utanríkisráðherra það helst að sýsla að mæta til Georgíu til að skipta sér af innanríkismálum þar í landi. 

Á sínum tíma á síðustu öld mótaði einn mesti vitmaður íslenskra stjórnmála fyrr og síðar Bjarni Benediktsson heitinn stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Sú stefna var eitt af því sem gerði Sjálfstæðisflokkinn að langstærsta og áhrifamesta stjórnmálaflokki þjóðarinnar frá lokum síðara heimsstríðs 1945. Það er synd að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa slíkum manni á að skipa í æðstu forustu sinni þó ekki væri annað en maður sem kæmist með tærnar þar sem Bjarni heitinn var með hælana.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 4665
  • Frá upphafi: 2468330

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4304
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband