Leita í fréttum mbl.is

Persónulegur og málefnalegur sigur

Í gær tókst Geert Wilders að mynda nýja ríkisstjórn í Hollandi. Ríkisstjórn sem ætlar sér að taka á hælisleitendamálunum af alvöru og hafnar stefnu Evrópusambandsins(ES) í málinu. Hægt er að óska Geert Wilders til hamingju með þennan persónulega og málefnalega sigur. 

Hollendingar hafa mátt horfa upp á að stjórnmálaelítan lét reka á reiðanum í hælisleitendamálum með hræðilegum afleiðingum.

Múslimar sem fluttu til Hollands komu sér fyrir í samhliða samfélögum aðskildum frá öðrum. Aðlögun þeirra að hollenskum siðum og háttum mistókst. Glæpatíðni jókst gríðarlega og félagslega kerfið lenti í erfiðleikum m.a. vegna mikillar viðkomu og lítillar atvinnuþáttöku í múslimsku samfélögunum.

Fyrir löngu byrjaði Geert Wilders, að segja sannleikann um Íslam og hvaða afleiðingar það hefði að heimila aðflutning stórs hóps hælisleitenda sem ekki væru tilbúnir til að aðlagast hollensku þjóðfélagi,menningu og siðum. Fyrir það að bera sannleikanum vitni þarf hann að vera undir stöðugri lögregluvernd allan sólahringinn þar sem að ofbeldisöflin sitja um líf hans. 

Pólitísk morð voru óþekkt í Hollandi þangað til Pim Fortyn byrjaði að vara við hættunni af því að heimila fjölda múslima að búa í landinu. Í umræðunni var honum lýst sem réttdræpum fyrir öfgaskoðanir og samkynhneigð. Flokkur hans sem var nýr flokkur mældist stærstur í skoðanakönnunum. En Pim Fortyn var drepinn nokkru fyrir kosningarnar, þó ekki af múslima en af manni sem hafði hrifist með í hatursáróðrinum gegn honum. 

Næstur til að falla fyrir íslömsku ofbeldisöflunum var Theo van Gogh sem gerði stuttmyndina "submission" eða undirgefni og fjallaði um stöðu kvenna í múslimskum samfélögum. Myndina gerði hann í samvinnu við þáverandi hollenskan þingmann Ali Hirsi Ali.  Theo van Gogh var drepinn af Íslamista, sem vildi ekki að sannleikurinn um Íslam kæmi fyrir augu almennings og Ali Hirsi Ali þurfti að fá lögregluvernd 24 tíma á sólarhring eins og Geert Wilders nú. 

Fólk sá að hið frjálslynda Holland, sem hafði leyft þúsund frelsisblómum að blómstra var ekki lengur hið frjálslynda Holland. Lýðræði, öryggi og mannréttindum var ógnað vegna þungs innflytjendastraums. Hægfara hægri flokkurinn og flokkar sósíalista gerðu ekkert af viti til að koma í veg fyrir niðurbrot hollensks samfélags, en fólkið sá hvað var að gerast. 

Hollensku ríkisstjórninni jafnvel ekki þeirri hægfara datt í hug að flytja inn flugvélafarma múslima frá Gasa af öllum stöðum. Svo langt í vitleysunni hefur aldrei nokkur málsmetandi hollenskur stjórnmálamaður verið tilbúinn að ganga.

Þrátt fyrir flokkshollustu hafa kjósendur fengið nóg og Geert Wilders sem lengi vel var talinn óhreina barnið í hollenskum stjórnmálum fyrir skoðanir sínar á innflytjendastefnunni og aðstreymi múslima og hefur verið kallaður hægri öfgamaður, rasisti, íslamófóp o.s.frv. var besti valkosturinn til að standa vörð um hollenskt samfélag.

Ástæða er til að óska Hollendingum til hamingju með nýju ríkisstjórnina, sem ætlar að taka fast á þessum málum eins og m.a. ríkisstjórnir Ítalíu, Ungverjalands. 

Frelsi og fullveldi þjóða er mikilvægt, en það gleymist oft, að það þarf stöðugt að vaka yfir því og berjast fyrir því og almennum réttindum og verndarkerfi eigin borgara, sem og því að átta sig á að þjóð er ekki lengur þjóð, þegar hún er orðin eins og Sameinuðu þjóðirnar þar sem öllu ægir saman. Þess vegna skiptir öllu að stöðva þann þungann innflytjendastraum til landsins og þau vettlingatök sem stjórnvöld sýna og hafa sýnt er ekki hægt að líða. 

 

 


mbl.is Geert Wilders tókst að mynda hægristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Holland er enn eitt landið sem snýr við blaðinu og lærir af mistökum í þessum málum. Ég er mjög sammála því sem kemur fram í þessum pistli. Skammaryrðin hjá fólkinu sem telur sig betra en aðra fara nú að bíta verr eftir því sem Evrópa tekur á sig mynd þeirra sem það gagnrýndi áður og ofsótti.

Nú hlýtur að líða að því að Þýzkaland og Frakkland taki á sig þessa umbreytingu með því að afD nái völdum í Þýzkalandi og Þjóðernisfylkingin franska þar.

Fyrr mun ekki takast að láta Evrópu ná sjálfstjórn á ný, og víki af braut niðurrifsaflanna. Evrópusambandið þarf sjálft allt að verða sjálfbært, þannig að evrópsk menning og fólksauður drífi áfram hagkerfið en ekki innflutt vinnuafl, þar sem mansalsiðnaðurinn með lágum launum er jafnvel driffjöðurin.

Það mun koma í ljós að fjölmenningartími Angelu Merkel voru myrkar miðaldir Evrópu enn sem fyrr, en slík skeið eru margvísleg.

Takk fyrir að tala fyrir sjálfstæði þjóðarinnar þegar aðrir heykjast undan því Jón.

Ingólfur Sigurðsson, 17.5.2024 kl. 08:16

2 identicon

Sæll Jón; æfinlega !

Þakka þjer fyrir; frábæra samantekt á tiltölulega

heillavænlegri niðurstöðu Hollendinganna, með þeim

árangri Geert´s Wilders, að ná að mynda þessa nýju

stjórn, þar í landi.

Mættum þakka fyrir; að eiga slíkan skörung sem hann

hjer á landi - sje litið þeirra gufu- menna, sem nú

fara hjer með völdin - þó:: Flokkur fólksins eigi til

að sýna ágæta spretti, oft á tíðum.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2024 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 763
  • Sl. sólarhring: 913
  • Sl. viku: 4044
  • Frá upphafi: 2449011

Annað

  • Innlit í dag: 721
  • Innlit sl. viku: 3773
  • Gestir í dag: 681
  • IP-tölur í dag: 656

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband