Leita í fréttum mbl.is

Persónulegur og málefnalegur sigur

Í gćr tókst Geert Wilders ađ mynda nýja ríkisstjórn í Hollandi. Ríkisstjórn sem ćtlar sér ađ taka á hćlisleitendamálunum af alvöru og hafnar stefnu Evrópusambandsins(ES) í málinu. Hćgt er ađ óska Geert Wilders til hamingju međ ţennan persónulega og málefnalega sigur. 

Hollendingar hafa mátt horfa upp á ađ stjórnmálaelítan lét reka á reiđanum í hćlisleitendamálum međ hrćđilegum afleiđingum.

Múslimar sem fluttu til Hollands komu sér fyrir í samhliđa samfélögum ađskildum frá öđrum. Ađlögun ţeirra ađ hollenskum siđum og háttum mistókst. Glćpatíđni jókst gríđarlega og félagslega kerfiđ lenti í erfiđleikum m.a. vegna mikillar viđkomu og lítillar atvinnuţáttöku í múslimsku samfélögunum.

Fyrir löngu byrjađi Geert Wilders, ađ segja sannleikann um Íslam og hvađa afleiđingar ţađ hefđi ađ heimila ađflutning stórs hóps hćlisleitenda sem ekki vćru tilbúnir til ađ ađlagast hollensku ţjóđfélagi,menningu og siđum. Fyrir ţađ ađ bera sannleikanum vitni ţarf hann ađ vera undir stöđugri lögregluvernd allan sólahringinn ţar sem ađ ofbeldisöflin sitja um líf hans. 

Pólitísk morđ voru óţekkt í Hollandi ţangađ til Pim Fortyn byrjađi ađ vara viđ hćttunni af ţví ađ heimila fjölda múslima ađ búa í landinu. Í umrćđunni var honum lýst sem réttdrćpum fyrir öfgaskođanir og samkynhneigđ. Flokkur hans sem var nýr flokkur mćldist stćrstur í skođanakönnunum. En Pim Fortyn var drepinn nokkru fyrir kosningarnar, ţó ekki af múslima en af manni sem hafđi hrifist međ í hatursáróđrinum gegn honum. 

Nćstur til ađ falla fyrir íslömsku ofbeldisöflunum var Theo van Gogh sem gerđi stuttmyndina "submission" eđa undirgefni og fjallađi um stöđu kvenna í múslimskum samfélögum. Myndina gerđi hann í samvinnu viđ ţáverandi hollenskan ţingmann Ali Hirsi Ali.  Theo van Gogh var drepinn af Íslamista, sem vildi ekki ađ sannleikurinn um Íslam kćmi fyrir augu almennings og Ali Hirsi Ali ţurfti ađ fá lögregluvernd 24 tíma á sólarhring eins og Geert Wilders nú. 

Fólk sá ađ hiđ frjálslynda Holland, sem hafđi leyft ţúsund frelsisblómum ađ blómstra var ekki lengur hiđ frjálslynda Holland. Lýđrćđi, öryggi og mannréttindum var ógnađ vegna ţungs innflytjendastraums. Hćgfara hćgri flokkurinn og flokkar sósíalista gerđu ekkert af viti til ađ koma í veg fyrir niđurbrot hollensks samfélags, en fólkiđ sá hvađ var ađ gerast. 

Hollensku ríkisstjórninni jafnvel ekki ţeirri hćgfara datt í hug ađ flytja inn flugvélafarma múslima frá Gasa af öllum stöđum. Svo langt í vitleysunni hefur aldrei nokkur málsmetandi hollenskur stjórnmálamađur veriđ tilbúinn ađ ganga.

Ţrátt fyrir flokkshollustu hafa kjósendur fengiđ nóg og Geert Wilders sem lengi vel var talinn óhreina barniđ í hollenskum stjórnmálum fyrir skođanir sínar á innflytjendastefnunni og ađstreymi múslima og hefur veriđ kallađur hćgri öfgamađur, rasisti, íslamófóp o.s.frv. var besti valkosturinn til ađ standa vörđ um hollenskt samfélag.

Ástćđa er til ađ óska Hollendingum til hamingju međ nýju ríkisstjórnina, sem ćtlar ađ taka fast á ţessum málum eins og m.a. ríkisstjórnir Ítalíu, Ungverjalands. 

Frelsi og fullveldi ţjóđa er mikilvćgt, en ţađ gleymist oft, ađ ţađ ţarf stöđugt ađ vaka yfir ţví og berjast fyrir ţví og almennum réttindum og verndarkerfi eigin borgara, sem og ţví ađ átta sig á ađ ţjóđ er ekki lengur ţjóđ, ţegar hún er orđin eins og Sameinuđu ţjóđirnar ţar sem öllu ćgir saman. Ţess vegna skiptir öllu ađ stöđva ţann ţungann innflytjendastraum til landsins og ţau vettlingatök sem stjórnvöld sýna og hafa sýnt er ekki hćgt ađ líđa. 

 

 


mbl.is Geert Wilders tókst ađ mynda hćgristjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Holland er enn eitt landiđ sem snýr viđ blađinu og lćrir af mistökum í ţessum málum. Ég er mjög sammála ţví sem kemur fram í ţessum pistli. Skammaryrđin hjá fólkinu sem telur sig betra en ađra fara nú ađ bíta verr eftir ţví sem Evrópa tekur á sig mynd ţeirra sem ţađ gagnrýndi áđur og ofsótti.

Nú hlýtur ađ líđa ađ ţví ađ Ţýzkaland og Frakkland taki á sig ţessa umbreytingu međ ţví ađ afD nái völdum í Ţýzkalandi og Ţjóđernisfylkingin franska ţar.

Fyrr mun ekki takast ađ láta Evrópu ná sjálfstjórn á ný, og víki af braut niđurrifsaflanna. Evrópusambandiđ ţarf sjálft allt ađ verđa sjálfbćrt, ţannig ađ evrópsk menning og fólksauđur drífi áfram hagkerfiđ en ekki innflutt vinnuafl, ţar sem mansalsiđnađurinn međ lágum launum er jafnvel driffjöđurin.

Ţađ mun koma í ljós ađ fjölmenningartími Angelu Merkel voru myrkar miđaldir Evrópu enn sem fyrr, en slík skeiđ eru margvísleg.

Takk fyrir ađ tala fyrir sjálfstćđi ţjóđarinnar ţegar ađrir heykjast undan ţví Jón.

Ingólfur Sigurđsson, 17.5.2024 kl. 08:16

2 identicon

Sćll Jón; ćfinlega !

Ţakka ţjer fyrir; frábćra samantekt á tiltölulega

heillavćnlegri niđurstöđu Hollendinganna, međ ţeim

árangri Geert´s Wilders, ađ ná ađ mynda ţessa nýju

stjórn, ţar í landi.

Mćttum ţakka fyrir; ađ eiga slíkan skörung sem hann

hjer á landi - sje litiđ ţeirra gufu- menna, sem nú

fara hjer međ völdin - ţó:: Flokkur fólksins eigi til

ađ sýna ágćta spretti, oft á tíđum.

Međ beztu kveđjum; af Suđurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 17.5.2024 kl. 13:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 40
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1517
  • Frá upphafi: 2488135

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1389
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband