Leita í fréttum mbl.is

Þú hljómar eins og Hitler

Rökþrota einstaklingur og þeir sem vilja gera lítið úr öðrum, bregðast stundum við til að ljúka umræðunni, með því að segja "þú hljómar eins og Hitler". Af sjálfu leiðir að við slíkan mann er ekki hægt að ræða eða treysta honum til góðra verka. 

Þó ummælin séu röng og eigi engan rétt á sér eru þau sett fram í þeim tilgangi að gera viðkomandi einstakling ótrúverðugan og jafnvel fyrirlitlegan. Slíkt er raunar ekki boðlegt í umræðu siðaðs fólks, en því miður reyna sumir að hengja slíka merkimiða á þá,sem þeim er í nöp við, vilja lítillækka eða hafa skoðanir sem þeir eru andstæðir og hafa ekki málefnaleg rök til andsvara. 

Það kom á óvart þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir fullyrti í spurningu til  Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda til forseta í forsetaviðtali RÚV, að hann hljómaði eins og Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage í Bretlandi.

Ekkert gat réttlætt fullyrðinguna í spurningunni. Hún var sett fram til að reyna að koma þeim stimpli á Arnar að hann væri hægri öfgamaður. 

Þó Arnar Þór hafi lýst efasemdum um þróun  Evrópusambandsins og sókn þess í aukin völd og andstöðu við fullveldi aðildarríkjanna þá rökfærir hann og setur fram mál sitt með þeim hætti að merkimiðarnir sem Sigríður Hagalín reyndi að hengja á henn eiga engan rétt á sér. Af hverju vísaði hún ekki til Margaret Thatcher sem setti fram líkari athugasemdir þeim sem Arnar hefur fært fram, en þau Nigel og Marianne? 

Spurning Sigríðar Hagalín var sett fram í annarlegum tilgangi til að gera viðmælandanum upp skoðanir. 

Þó spurning frú Hagalín hafi verið utan við þann byggilega heim sem eðlilegur er, þá kastaði fyrst tólfunum þegar skopteiknari á Vísi teiknar Arnar Þór í brúnstakka búningi liðsmanna SA sveita þýsku nasistanna. Þó teiknarinn hafi farið á ystu mörk gagnvart sumum öðrum í meintri skopmynd sinni, þá fór hann út yfir öll siðræn og afsakanleg mörk gagnvart Arnari í skopteikningu sinni.

Arnar Þór Jónsson hefur haldið uppi málefnalegum málflutningi um árabil sérstaklega um stjórnskipunarmálefni Íslands og gildi þess að Ísland gæti að fullveldi sínu. Hann hefur barist fyrir einstaklingsfrelsi og að grundvallarmannréttindi séu höfð í heiðri. Málflutningur hans hefur verið vel ígrundaður og laus við allar öfgar. Þegar þetta er skoðað þá er með algjörum ólíkindum að farið sé í manninn með þessum fyrirlitlega hætti. 

Hér á við það sem skáldið kvað og skal beint til frambjóðandans Arnar Þórs Jónssonar:   

"Taktu ekki níðróginn nærri þér.

Það næsta gömul er saga,

að lakasti gróðurinn ekki það er,

sem ormarnir helst vilja naga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ormarnir finna sér leiðir til að smjúga sér inn þar sem góðgæti er að finna. Vísis Hitlerinn sýnist vera einn þeirra sem vill eta náunga sinn að innan en gætir ekki að sér að hans eigin innyfli ganga út í allra augsýn og verða honum sjálfum að háði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2024 kl. 16:31

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Nýja hægrið" er nýjasti stimpillinn, en eins og Arnar Þór benti á: Fyrir 10-20 árum var slíkt hægri bara það, hægri (ekki nýtt, ekki öfga, ekki neitt). 

Þetta er leikur sem strengjabrúðurnar átta sig ekki einu sinni á, eins og Halldór teiknari var staðinn að. 

Sem betur fer er sveifin aðeins að snúast við. Annars væri hætt vil að bara minnsta gagnrýni á sjálfsmorðsherferð Vesturlanda verði köllum nasismi. 

Geir Ágústsson, 21.5.2024 kl. 21:48

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jón Magnússon

Það er ekki oft sem við erum á sama máli. Enn réttlætis- kenndin dregur okkur saman. Frá mínu sjónarhorni er viðbjóðslegt að sjá hvernig ákveðnir blaðamenn á mbl fara með vald sitt með samþykki þeirra sem ráða för. Það sama gegnir með Ríkisútvarpið sem er í eigu þjóðarinnar sem fékk 100 miljónir í auka styrk að jafna bil frambjóðenda sem hafa ekki sömu fjárráð og aðrir frambjóðendur.

Þessir aðilar hafa ítrekað verið staðnir að verki að mismuna frambjóðendum. Enn þessir siðspildu aðilar leggja fram gífurlega fjármuni í ákveðna frambjóðendur.

Sjálfstæðisflokkurinn er klofin í þrennt og spurning hvenær hann fer í loft upp og Vallhöll þeirra með.

Eftir stendur Arnar Þór Jónsson með ljósið í hendi til að beina fólkinu á rétta braut. Munum eitt fólkið sjálft er valdið. Valdið verður ekki tekið af fólkinu nema að það vilji það sjálft. Góð athugasemd hjá þér Jón Magnússon. Þín orð eiga rétt á sér í lýðræðissamfélagi ef við köllum það. Áður enn samþjöppunarvaldið kemur fram.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 

Jóhann Páll Símonarson, 21.5.2024 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 524
  • Sl. sólarhring: 582
  • Sl. viku: 5463
  • Frá upphafi: 2426097

Annað

  • Innlit í dag: 485
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 471
  • IP-tölur í dag: 448

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband