Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Páll. Sigur tjáningarfrelsisins.

Ástæða er til að óska Páli Vilhjálmssyni til hamingju með sýknudóm Landsréttar í máli sem ritstjóri Heimildarinnar Þórður Snær Júlíusson og blaðamaður sama miðils Arnar Þór Ingólfsson höfðuðu gegn honum. 

Að sama skapi er ástæða til að óska öllum til hamingju sem unna tjáningarfrelsinu og gera kröfu til þess, að eðlileg umfjöllun sé heimil um mál sem eiga erindi til almennings í lýðræðisríki. 

Umfjöllun Páls um símastuldsmálið hefur verið málefnaleg og nauðsynleg. Athygli vekur að engin fjölmiðill skuli fjalla um þetta mál þó um sé að ræða grafalvarlegt mál. Þá er sérstaklega merkilegt að Ríkisútvarpið skuli þegja þunnu hljóði um meintar ávirðingar starfsmanna sinna í málinu ásamt því að gera ekki grein fyrir af hverju meintir gerendur í sakamálinu hafa verið látnir hætta. 

Getur verið að samsæri þagnarinnar sé algjört hjá blaða- og fréttamannastéttinni á Íslandi þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut. Óneitanlega hvarflar það að manni þegar staðan er sú, að það er Páll Vilhjálmsson einn, einstaklingur úti í bæ,  sem heldur eðlilegri fjölmiðlaumræðu um málið vakandi. 

Takk Páll og til hamingju með sýknudóminn.


mbl.is Ætla með mál gegn Páli fyrir Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Þetta er góður pistill og þarfur. Ég hef fylgst með þessu máli frá upphafi og samgleðst Páli svo sannarlega. Þá er bara hæstiréttur eftir og við verðum að vona að réttlæti sé sé þeirra leiðarljós.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 1.6.2024 kl. 09:01

2 identicon

Ánægjulegt að Páll hafði sigur. Mikilvægt fyrir tjáningarfrelsið. Trans Samtökin 78 eru á sömu vegferð og blaðamennirnir, þagga umræðu sem er þjóðfélaginu nauðsynleg. Blaðamenn eins og trans samtökin vilja einhliða málflutning á umdeildum málefnum. Nú er að sjá hvort Hæstarétti þyki þetta nógu merkilegt mál til að taka það fyrir.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2024 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 283
  • Sl. sólarhring: 521
  • Sl. viku: 1505
  • Frá upphafi: 2324078

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 1394
  • Gestir í dag: 256
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband