Leita í fréttum mbl.is

Er ríkisstjórnin orðin hringlandi galin?

Fjórir ráðherrar kynntu í gær harðdrægari áætlun í loftslagsmálum, en áður hefur sést, gegn hagsmunum neytenda og framleiðenda.

Margt vekur athygli en þá helst, að ríkisstjórnin ætlar að banna nýskráningu bensín- og díselbíla eftir árið 2028. 

Ríkisstjórnin er þar með kominn í hóp þeirra sem trúa skilyrðis- og vitsmunalaust á að loftslagsguðinn sé reiður og það sé nauðsynlegt að friða hann með fórnum sem lenda alltaf harðast á neytendum. 

Eftir einn kaldasta vetur í manna minnum og vorhret, sem á sér ekki sinn líka, þá finnst ríkisstjórninni það helst verða til varnar verða vorum sóma, að banna fólki margt af því sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt og fellur undir eðlileg mannréttindi og valfrelsi fólks í lýðræðislandi. 

Í gær var ég á fundi í Sjálfstæðishúsinu og horfði á málverk af þeim fyrrum formönnum flokksins, Ólafi Thors, Bjarna Benediktssyni og Jóhanni Hafstein, sem ég var svo lánssamur að kynnast og þótti mikið til þeirra allra koma. Aldrei hefði þessum mönnum dottið í hug að binda svona klyfjar á þjóðina eða víkja svo rækilega frá grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um sókn til betri lífskjara, einstaklings- og athafnafrelsis og valfrelsi fólks og þessi volaða ríkisstjórn stendur nú fyrir og boðar.

Er virkilega svo komið, að forusta Sjálfstæðisflokksins sé svo kyrfilega gengin í loftslagsbjörgin, að henni sé og verði ekki við bjargandi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Einfalt svar Jón.

Flokknum er ekki viðbjargandi með alla þessa

ESB laumuelskendur í broddi fylkingar.

Bjarni og Co eru búin að sjá til þess að sjálfstæðsflokkurinn

mun gjalda afhroð í nnæstu kosningum eftir alla þennan

barbie og sandkassaleik með VG og framsókn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.6.2024 kl. 15:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað hefur komið yfir þetta fólk??????? það vantar einhverjar blaðsíður í kollinn á þeim.!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.6.2024 kl. 21:49

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Prófaðu að spurja þá hvað þeir fá borgað fyrir að halda þessari fyrru fram, og hver það er sem borgar þeim fyrir það.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2024 kl. 22:07

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég undrast að þú og reyndar nokkrir aðrir sjálfstæðismenn á borð við Bjarna heitinn Jónsson, haldið tryggð ykkar við hugsjónina og stundið fundi, ráðstefnur og kjósið x-D fram á grafarbakkann, þó allir, að ykkur meðtöldum, sjái að þessi valdaklíka sem þið styðjið, hefur ekkert með erindi og raunverulega stefnu Sjálfstæðisflokksins að gera.

Jónatan Karlsson, 16.6.2024 kl. 05:45

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Kjósum taktískt. Losum okkur við glóbalistana og landsölufólkið.

Júlíus Valsson, 16.6.2024 kl. 08:45

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sprengihreyflar nota á líftíma sínum gríðarlegt magn varahluta, smurolíu og allskonar efna fyrir utan sjálft eldsneytið. Líftímakostnaðurinn við þetta er meiri en stofnkostnaðurinn við að framleiða sjálfan hreyfilinn og fjöldi aðila hagnast á að framleiða og selja þessa hluti. Með tilkomu rafmagnsbíla missir þessi skítugi bransi spón úr sínum aski og andstaða slíkra hagsmunaafla er því stærsta ástæða þess að við vorum ekki öll komin á rafmagnsbíla fyrir áratugum síðan. Ef allt væri eðlilegt ættu rafmagnsbílarnir að vera miklu hagkvæmari í kaupum og rekstri. En með tímanum er núna búið að finna leiðir til að láta okkur borga jafn háan eða hærri líftímakostnað fyrir rafmagnsbílana og sjá til þess að hagnaðurinn fari í réttu vasana. Þá er ekkert mál að bjóða okkur rafmagnsbíla og jafnvel byrjað að finna leiðir til að þvinga fólk til að losa sig við gömlu eldsneytishákana og kaupa rafmagnsbíla á uppsprengdu verði. Þetta er ekki samsæriskenning heldur grimmur veruleikinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2024 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 862
  • Sl. viku: 4659
  • Frá upphafi: 2468324

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4298
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband