Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þurfti að mótmæla lýðræðinu?

Macron Frakklandsforseti ákvað að efna til kosninga vegna þess að Þjóðfylkingin franska vann stórsigur í kosningum til Evrópuþings. 

Þessi meinti öfgahægri flokkur mælist með mest fylgi í Frakklandi og því geta vinstri menn þar í landi ekki unað og efndu til að mótmæla vilja kjósenda.

Mótmæli vinstri manna í Frakklandi leystust upp í skrílslæti og ofbeldi gagnvart lögreglu og eyðileggingu á eigum venjulegs fólks. Engin fjölmiðill á Íslandi minnist á það eða kallar mótmælendurna öfga vinstri. Hvað þá fordæma skrílinn.

Hverju var vinstra öfgaliðið að mótmæla með skrílslátunum? Þau voru að mótmæla því að franskir kjósendur greiddi atkvæði sitt með lýðræðislegum hætti, þeim flokki sem þeir telja gæta hagsmuna sinna best.  Það þýðir í raun mótmæli gegn lýðræði þeirra sem eru ósammála vinstri skrílnum. 

Engan skyldi undra að vinstra liðið efndi til mótmælanna sérstaklega í borgum þar sem fylgi þeirra er mest og hælisleitendur fjölmennastir og þeir útlendingar sem aðlagast ekki frönsku þjóðfélagi, siðum þess og háttum. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.6.2024 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 4665
  • Frá upphafi: 2468330

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4304
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband