Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú?

Það velktist engin í vafa um það, sem horfði á sjónvarpskappræður Joe Biden og Donald Trump, að Joe Biden er með öllu vanhæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Mörgum hefur verið það ljóst um langt skeið, en samt bendir allt til þess að hann verði í kjöri fyrir Demókrata svo fremi hann dragi sig ekki sjálfur í hlé. 

Með framboði sínu mun Joe Biden tryggja Donald Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember n.k. Sjálfur er Biden svo dómgreindarlaus, að honum fannst hann standa sig vel í kappræðunum sem voru tóm skelfing fyrir hann og sýndu að maðurinn  hefur ekki lengur líkamlegt eða andlegt atgervi til að gegna stöðu sendils hvað þá forseta Bandaríkjanna.

Hvað gera Demókratar þá? Hafa þeir dug til að velja annan frambjóðanda t.d. mann eins og Gavin Newsom fylkisstjóra í Kaliforníu eða einhvern annan sem hefur sýnt af sér betri stjórnun en Gavin.  Það verður fróðlegt að sjá. En geri þeir það ekki þá bera þeir ásamt öðrum ábyrgð á að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna vegna þess að hann kemst þó enþá hjálparlaust á milli húsa og minni kröfur er vart hægt að gera til frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1212
  • Sl. sólarhring: 1432
  • Sl. viku: 3874
  • Frá upphafi: 2326539

Annað

  • Innlit í dag: 1117
  • Innlit sl. viku: 3582
  • Gestir í dag: 989
  • IP-tölur í dag: 943

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband