Leita í fréttum mbl.is

Af hverju hættu mótmælin?

Finnst fólki ekki sérkennilegt að allt í einu skuli hollvinir hryðjuverkasamtaka Hamas, hætta mótmælum með kröfum um vopnahlé á Gasa með Möggu Stínu gólandi í broddi fylkingar?

Af hverju gerðist það?

Gæti það verið vegna þess, að í þrjár vikur hefur Hamas staðið til boða vopnahlé, sbr. samþykkt öryggisráðs SÞ og Katar og Egyptar hafa unnið að því að ná fram?

Foringi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar og hryðjuverkafélagar hans vilja ekki vopnahlé af því að þeim er sama um afdrif íbúa, svo fremi að þeir geti haldið áfram árróðursstríðinu gegn Ísrael. Allt til að ná fram stefnu sinni um þjóðarmorð á Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur hvar sem er í heiminum.

Magga Stína og félagar hennar í hollvinafélagi Hamas hér eru ekki ein um að hætta að krefjast vopnahlés á Gasa. Engar mótmælagöngurnar eru í London, Washington DC eða í vestrænum háskólum núna. Af hverju þegja mótmælendurnir nú, sem hafa hingað til staðið á öskrinu um vopnahlé á Gasa og krefjast þess ekki að Hamas samþykki vopnahléð? Væri þessu fólki annt um íbúa Gasa þá mundu þau að sjálfsögðu gera það.

Þessi samsömun mótmælendanna, sem nú þegja með ógeðfelldustu hryðjuverkasamtökum heimsins, Hamas, sem steiktu ungbörn lifandi, nauðguðu og drápu og tóku yfir 200 gísla sem flestir hafa veri myrtir er með fádæmum. Aðeins hryðjuverkasamtökin ÍSIS ná samjöfnun við Hamas í grimmd og óeðli.

Það er verðugt umhugsunarefni, af hverju mótmælendurnir í hollvinasamtökum Hamas, skuli ekki hafa þá siðferðiskennd, að gera kröfu til friðar og vopnahlés þegar allir aðrir en hryðjuverkasamtökin Hamas samþykkja það. Þessi afstaða sýnir því miður siðræna rotnun og óheilindi mótmælendanna í styrktarfélagi Hamas gagnvart málstað friðar og öryggis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur þetta óvart? Maður spyr sig þar að auki alhæfi  ekki neitt, en hefur rannsókn verið hafin inn í samtökin og tengsl þeirra við óæskileg öfl sem sitja í Qatar meðan  fólkið þeirra er slátrað og friðarsamningar hundsaðir, hversu mikils skal fólkið sem byggir Gaza gjalda fyrir grimmd og djöfulskegt eðli forræðis manna samtakanna.

Hversu mikils þurfa borgarar þessa heims að gjalda fyrir stríðsrekstur stríðshaukanna, Hversu mörgum mannslífum hefði verið bjargað í Úkraníu hefði Boris Johnson ekki stoppað friðarviðræður 2021!

Sýrland, Iraq, Líbýa svo fáein dæmi séu nefnd þurftu að gjalda fyrir lygar og óliudollarann. Hvenær er mánnsálinn meira virði en byssufóður, græðgi og peningaþvætti.  Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Hvenær munum við elska börnin okkar meira en stríð? Í lokin Jón, ertu þú ekki með spurningar um hversvegna Ísrael með bestu tækni í varnarmálum tók margar klst að bregðast við hinni hrottalegu árás á eigið land, ef þú lest Jerúsalem post þá sérðu ítarlega umfjöllun. En nei, það má ekki tala um það. Hvað með að Ísrael stundi vopna sölu til  Azerbaijan sem sækir í að tortíma elsta þekktu Kristnu þjóð heims,  Armenía að nafni?

Sjáðu til,  þegar togað er í einn þráð flækist allt sem er haldið er fram í fjölmiðlum og það sem ríkistjórnin heimsins tala um. Vefur illskunnar er stærri en þið látið í ljós. Það er togað í þræðina og það sem var falið er að líta dagsins ljós. Hvenær mun Ísland segja Já við friði og Nei við þátttöku í stríðum. Stykklað á stóru og þeir sem vilja munu finna þráð til að toga í til þess að finna svör. Give peace of chance söng Lennon, gerum það öll sem einn.

Rut (IP-tala skráð) 30.6.2024 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 358
  • Sl. sólarhring: 1297
  • Sl. viku: 4372
  • Frá upphafi: 2327077

Annað

  • Innlit í dag: 337
  • Innlit sl. viku: 4048
  • Gestir í dag: 335
  • IP-tölur í dag: 320

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband