Leita í fréttum mbl.is

Harmur er að oss kveðinn eða þannig

Skv. útgönguspám vinnur Franska þjóðfylkingin sem stendur vörð um franska menningu og frönsk gildi stórsigur í þingkosningunum í Frakklandi. Áherslur á hagsmunamál frönsku þjóðarinnar er það sem gerir frönsku þjóðfylkinguna að öðru vísi flokki en aðra í Frakklandi. Flokkurinn vill taka samstarfið í Evrópusambandinu til endurskoðunar og takmarka aðstreymi innflytjenda og sérstök réttindi þeirra umfram franska borgara. Vegna þessarar stefnu er franska þjóðfylkingin kölluð öfga hægri flokkur.

Franska þjóðfylkingin er ekki öfgaflokkur frekar en flokkur Giorgina Meloni sem vann stórsigur í ítölsku þingkosningunum fyrir nokkru. Meloni varð forsætisráðherra og hefur staðið sig best þeirra sem gegnt hafa því embætti undanfarna áratugi.

En þessar staðreyndir má ekki segja og vinstri fjölmiðlunin verður að hafa sinn framgang og nú er mikill harmur kveðinn að þeim ögfa vinstri mönnum sem þar halda um stjórnvölin.  

 

Í kvöld var dreginn fram prófessor í miðaldafræði, sem hefur sérstaklega rannsakað Fornaldarsögur Norðurlandanna, sem við strákarnir uxum upp úr um 13 ára aldur,eftir að hafa lesið Bósa sögu og Herrauðs upp til agna, en þessi miðaldafræðingur var fenginn til þess að fjalla um frönsku þingkosningarnar sem "fræðimaður" RÚV í málefnum nútíma Frakklands ekki miðalda, sem viðkomandi hefur þó sannanlega sérfræðiþekkingu á.

Að sjálfsögðu fann þessi "fræðimaður" lýðræðinu allt til foráttu þar sem franskir kjósendur tóku afstöðu með Frakklandi og tryggðu stórsigur frönsku þjóðfylkingarinnar. Sú lýðræðislega niðurstaða er að mati "fræðimannsins" ógn við lýðræðið. En hann fjallaði ekki um, að meginhluti aðkomufólksins sem hefur kosningarétt í Frakklandi kýs til vinstri og fylgi frönsku þóðfylkingarinnar er því umtalsvert meiri en 35% meðal fólks sem er af Frönsku bergi brotið. 

Sama var fullyrt af "fræðimönnum" þegar farsælasti forsætisráðherra Ítalíu Giorgiana Meloni vann stórsigur í síðustu þingkosningum á Ítalíu. Samt sem áður hefur Meloni sýnt að hún er eindreginn lýðræðissinni og það sama á við um forustu frönsku þjóðfylkingarinnar. Allt tal um öfgahægri á sér litla stoð vilji fólk kynna sér stefnu þessara flokka en láta ekki mata sig af tilhæfulausum áróðri.

Vonandi gengur þessi sigur frönsku þjóðfylkingarinnar eftir í síðari umferð kosninganna, þó svo að afturhaldsöflin til hægri og vinstri í franskri pólitík, geri allt sem þau geta til að koma í veg fyrir það með því að rotta sig saman í kosningabandalagi gegn framfarasinnuðum Frökkum sem vilja breyttar áherslur landi og þjóð til heilla. 

Spyrjum því að leikslokum eftir viku og vonandi verður þá hægt að taka undir með kjósendum í Frakklandi og segja "Vive la France" 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jón. Svo rétt og satt.

Einkenni vinstri manna er að rotta sig saman og nota

til þess alla þá smáflokka sem vilja fá að prófa að

vera með völd. Nægir að benda á Dag B Eggertsson og

hans vinnubrögð. Tvívegis tapað kosningu til borgarstjóra en

náði að rotta sig saman við handónýtt píratarusl og viðreisnar

hyski svo við gleymum nú ekki framsóknar portkonunni.

Óska og vona að Le Pen gjörsigri þessa moðflokka stjórn hans

Macrons. Er svo ekki sama orðið uppá teningnum hér á landi.?

Öfga hægrið kallað Miðflokkurinn af öfga vinstri.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.7.2024 kl. 08:09

2 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Sigurður þá hafa hægfara hefðbundnir mið- og hægri flokkar frekar kosið að starfa með vinstra liðinu eða þá dæmt sig til áhrifaleysis. Það hefur tryggt vinstri öflunum mun meiri áhrif en þeir ættu að hafa miðað við kjörfylgi og afleiðingin blasir við um alla Evrópu og hvað þá Evrópusambandið sem telur rétt að beita sovéskum aðförum að einstökum aðildarríkjum. 

Jón Magnússon, 1.7.2024 kl. 08:18

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér skilst að það hafi helst verið Kommúnistaflokkurinn sem hafi tapað í Frakklandi?
En svo er maður hissa á þessum "lýðræðisöflum" sem boðuð strax til ofbeldisfullra mótmæla þegar niðurstöður þessara kosninga lágu fyrir. Ætli þessir "mótmælendur" hefðu gert árás á forsetahöllina ef einhver annar væri þar húsbóndi?

Grímur Kjartansson, 1.7.2024 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 350
  • Sl. sólarhring: 724
  • Sl. viku: 4864
  • Frá upphafi: 2426734

Annað

  • Innlit í dag: 326
  • Innlit sl. viku: 4514
  • Gestir í dag: 320
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband