Leita í fréttum mbl.is

Hefðbundnir hægri flokkar tapa fylgi. Hversvegna?

Íhaldsflokkurinn breski galt afhroð í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Útkoman er sú versta sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið. Helstu atriði sem valda þessu mikla tapi eru aðallega þrjár. Í fyrsta lagi löng stjórnarseta. Í öðru lagi vinstri áherslur í ríkisfjármálum og varðandi Kóvíd og í þriðja lagi upplausn í forustu flokksins og persónulegar deilur. 

En Hefðbundnir mið-hægri flokkar í Evrópu eru að tapa fylgi allsstaðar í Evrópu. Sumir halda því fram, að unga fólkið kunni ekki að meta hefðbundin borgaraleg gildi en það er alrangt.

Þessir flokkar eru ekki að boða hægri stefnu lengur, hvorki Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, Íhaldsmenn í Bretlandi eða Kristilegir Demókratar í Þýskalandi. Nánast allir hefðbundnir hægri flokkar í Evrópu tóku upp ákveðnar vinstri hugmyndir um völd ríkisins umfram mannréttindi sbr. Kóvíd. Sett eru höft á atvinnustarfsemina með stöðugt flóknari og víðtækari reglum.

Hefðbundnir hægri flokkar viku frá grundvallarstefnu sinni um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi og fóru að vinna eftir hugmyndafræði sósíalista. Þessvegna setja Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lítið mark á aðgerðir ríkisstjórnarinnar og keppast með Vinstri grænum við að stjórna undir vinstri formerkjum jafnvel þó sporin hræði.

Ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla, ríkisbáknið blæs út sem aldrei fyrr og því fer fjarri að stjórnmálastéttin gæti aðhalds og sparnaðar, sem var á árum áður grundvallaratriði í viðmiði hægri manna um góða stjórnun.

Stjórnmálaflokkarnir eru orðnir að stofnunum á framfæri ríkisins og stjórnmálastéttin hefur mokað undir sig í fríðindum og launakjörum svo þvílíkt hefur aldrei sést áður í íslensku samfélagi og allir eru ánægðir með að vera í partíinu stjórnarliðar sem og stjórnarandstaða.

Það er komið að skuldadögum og efnahagsstefna vinstri manna í framkvæmd hefðbundinna hægri flokka. Valkostir hægra fólks á Íslandi og í Evrópu er því að greiða atkvæði flokkum sem eru líklegri til að framkvæma raunverulega hægri stefnu aðhalds og sparnaðar jafnvel þó þeir séu kallaðir öfgaflokkar eða pópúlistar. 

Afleiðingin af svikum hefðbundinna hægri flokka við grundvallarstefnu sína mun reynast þeim dýr og Íhaldsflokkurinn breski beið mesta afhroð í kosningunum í Bretlandi í gær. Varla er hægt annað en að segja að flokkurinn hafi uppskorið eins og hann sáði. Kjósendur létu flokkinn gjalda vinstri stefnu í efnahags- og skattamálum og ófullnægjandi aðgerða í innflytjendamálum. 

Hætt er við að Sjálfstæðisflokksins bíði sömu örlög í næstu alþingiskosningum, en flokkurinn mælist nú með minna fylgi en nokkru sinni fyrr. Ef ekki á illa að fara þarf Flokkurinn að söðla um og ræða í einlægni hvað hefur farið úrskeiðis og hvað sé nauðsynlegt að gera til að Flokkurinn vinni aftur tiltrú þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sinna, sem segjast ekki ætla að kjósa Flokkinn í næstu kosningum. 

Það má engan tíma missa og sumarfrí er ekki í boði þegar hrunið blasir við verði ekki að gert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 1323
  • Sl. viku: 4519
  • Frá upphafi: 2466731

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 4198
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband