Leita í fréttum mbl.is

Bandalag fáránleikans

Síðari hluti frönsku þingkosninganna fer fram í dag. Greidd eru atkvæði milli tveggja efstu úr fyrri umferð kosninganna þar sem frambjóðandi fékk ekki hreinan meirihluta. 

Þjóðfylkingin franska vann stórsigur í fyrri umferðinni og til að reyna að koma í veg fyrir að flokkurinn nái hreinum meirihluta mynduðu hefðbundnir hægfara hægri menn Macron forseta hræðslubandalag með vinstri fylkingunni.

Hræðslubandalag Macron og vinstri fylkingarinnar er merkilegt fyrir það, að í raun á hægri flokkur Macron miklu meira sameiginlegt með frönsku þjóðfylkingunni en ofstopa vinstrinu sem leitt er m.a. af Jean Luc Mélanchon, sem er öfgafullur vinstri maður sem neitar m.a. að fordæma hryðjuverk Hamas 7. október s.l.

Vinsti fylkingin hefur það helst á stefnuskrá sinni að afnema allar þær umbætur sem Macron gerði sumt í hörðum átökum eins og að færa eftirlaunaaldurinn upp í 64 ár. Macron er sama þó hann fordjarfi öllum sínum stefnumálum ef honum tekst að koma í veg fyrir að franska þjóðfylkingin vinni meirihluta á franska þinginu. 

Ekki nóg með að segja sig til sveitar með villta tryllta vinstrinu, þá hótar Macron því að vinni þjóðfylkingin samt, þá muni þess ekki langt að bíða að hann rjúfi þing aftur til að reyna að ná fram hagstæðari úrslitum. Macron ætlar semsagt ekki að virða lýðræðið, ef úrslitin eru honum ekki hagfelld. 

Í umfjöllun ríkisfjölmiðilsins um frönsku kosningarnar var dreginn á flot maður, sem í trúarlegri upphafningu réðist gegn frönsku þjóðfylkingunni en lofaði vinstri fylkinguna.  

Öfgaflokkurinn í þessum kosningum er vinstri fylkingin, sem er með stefnu, sem mundi leggja franskan efnahag í rúst á stuttum tíma. Aukin ríkisútgjöld vegna stefnumála vinstrisins eru talin nema um 24 milljörðum Evra eða 3.600 milljörðum ísl. króna. 

Franska þjóðfylkingin er mun hógværari í velferðinni og ein tillaga þeirra er allrar athygli verð, að undanþiggja fólk undir 30 frá að greiða tekjuskatt. Margt sem getur mælt með því. 

Sleeping with the enemy (að sofa hjá óvininum) er heiti á frægri kvikmynd. Spurningin nú er hvort Macron sefur hjá óvininum eða hvort villta tryllta vinstrið, sem hann samsamar sig með núna er frekar spurning sem gæti borið engilsaxneska heitið "sleeping with the devil" (að sofa hjá djöflinum) Alla vega er Macron tilbúinn til að berjast við hlið þeirra sem hvað harðast hafa staðið gegn öllu því sem hann hefur lagt fram til framfara í forsetatíð sinni og vilja afnema það allt saman.

Álíka kúvending og færi Guðni Th.forseti Íslands að borða pissur með ananas og mælti með að fólk gerði það líka.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 851
  • Sl. viku: 4575
  • Frá upphafi: 2426445

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 4242
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband