Leita í fréttum mbl.is

Stöðvið manninn hvað sem það kostar

Orð geta verið dýr. Í pólitískri umræðu gætir þess oft, að fólki er ekki sýnd tilhlýðileg virðing og það jafnvel útmálað í sterkari litum en skrattinn sjálfur. 

Þeir sem berjast fyrir breytingum í stjórnmálum og falla ekki að því hefðbundna verða iðulega fyrir gríðarlegum hatursáróðri frá málsmetandi stjórnmálamönnum, sem leiðir til þess, að ýmsir telja sig þurfa að bregðast við. 

Þ.6.maí árið 2002 var hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortyn myrtur af manni vegna skoðana sinna og herhvöt annarra hollenskra stjórnmálamanna að þennan mann þyrfti að stöðva hvað sem það kostaði.

Pim Fortyn var samkynhneigður og barðist fyrir róttækum breytingum á innflytjendalöggjöfinni, varaði við múslimum m.a. Pim Fortyn varaði sjálfur við hatursáróðrinum gegn honum og sagði hanng geta haft þær afleiðingar sem þær höfðu.

Í gær var skotið á Donald Trump á framboðsfundi. Sem betur fer geigaði skotið.

Trump hefur verið útmálaður af andstæðingum sínum sem glæpamaður og þaðan af verra og andstæðingar hans hafa iðulega sagt, að það verði að stöðva hann hvað svo sem það kostar. Sjálfur Bandaríkjaforseti hefur sagt hann ógn við Bandaríkin og hann verði að stöðva hvað svo sem það kostar. Slík orð eru dýr.

Einhverjir gætu tekið orð Biden sem herhvöt eins og riddarar Hinriks annars Bretakóngs gerðu þegar þeir fóru og drápu erkibiskupinn Thomas Becket, sem Hinrik átti í útistöðum við. Hinrik þessi er annars helst þekktur fyrir að vera faðir Ríkharðs Ljónshjarta og bróður hans Jóns sem báðir urðu konungar af Englandi.

Því má aldrei gleyma ekki síst í pólitík að aðgát skal höfð í nærveru sálar og orð geta verið dýrari en sá sem segir þau ætlaði þeim að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 913
  • Sl. viku: 3702
  • Frá upphafi: 2449186

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3477
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband