Leita í fréttum mbl.is

Ekki segja frá hverjir það voru

Fjölskylduhjálp Ísland neyðist til að breyta aðferðum við matarúthlutun vegna Palestínuaraba, sem hafa ítrekað verið með yfirgang og ógnanir gagnvart starfsfólki og m.a. hótað að sækja að þeim á heimilum þeirra. Þetta kom fram í viðtali við formann Fjölskylduhjálpar Íslands, Ásgerði Jónu Flosadóttir á Bítinu á Bylgjunni í morgun og í frétt Morgunblaðsins í dag.

Fram kom einnig að lögreglan hefði þrívegis verið kölluð til vegna yfirgangs þessa liðs, það sem af er þessu ári. 

Ásgerður segir að útlendingar sem sæki aðstoð, sé yfirleitt gott fólk og ekki með yfirgang. En vegna yfirgangs palestínuarabanna verði að breyta úthlutunarreglum.

Í fréttum Bylgjunar í hádeginu var vísað í viðtalið við Ásgerði Jónu, en þess gætt að aðalatriðið þ.e. yfirgangur og ruddaháttur Palestínuarabanna ylli því að breyta yrði úthlutunarreglum. Það var þó aðalatriði málsins. Af hverju sleppti fréttastofan að minnast á aðalatriðið? 

Fréttastofur á Vesturlöndum hafa gætt þess, að segja ekki fréttir af öðru en góða duglega innflytjandanum frá arabalöndum ekki síst Palestínu, en forðast að gera grein fyrir þeim raunveruleika sem um er að ræða. Stöð 2 sýndi af sér sama heigulshátt í fréttum sínum í hádeginu. 

Enskt máltæki segir: "Beggars can´t be choosers" Þetta skilja Palestínuarabarnir ekki og telja sig eiga að ráða hvar sem þeir eru og í hvaða stöðu sem þeir eru. Fólk ætti að hugleiða af hverju engin af nágrannaþjóðum þeirra vill fá þá til sín. Ekki Egyptar, Saudi Arabar, Flóaríkin, Írak og jafnvel ekki Íran þó þeir styðji þá til óhæfuverka eftir því sem þeir mögulega geta. 

Varað var við því í vor að stór hópur Palestínuaraba kæmi til landsins vegna þeirrar reynslu sem af þeim er í nágrannalöndunum ekki síst í Danmörku. Ekki var hlustað á það. Þvert á móti sendi ríkisstjórnin flugvélar til að sækja á annað hundrað Palestínuaraba og flytja þá til landsins. 

Hvers konar rugl var það nú? Eðlilegt er að fólk spyrji að því fyrir hverja ríkisstjórn er að vinna sem hegðar sér svona. Alla vega ekki borna og barnfædda Íslendinga.  

 


mbl.is Palestínumenn haft í hótunum við matarúthlutun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er fáránlegt ef því er haldið fram að það sé "rasismi" að skipta úthlutun niður á mismunandi daga.

Skiptingin fer eftir þjóðerni en ekki kynþætti. Íslendingar eru af mörgum kynþáttum og það eru útlendingar líka. Skiptingin fer því alls ekki eftir kynþáttum.

Auk þess eru kynþættir ekki til í raunveruleikanum. Þeir eru bara ímyndun sem er engin vísindaleg stoð fyrir.

Svo er þetta ekki heldur mismunum ef báðir hópar fá sömu þjónustu. Ekki frekar en ef verið er kynna eitthvað sé haldinn einn kynningarfundur á íslensku fyrir innfædda og svo annar á ensku fyrir útlendinga. Svo sem eins og upplýsingafundir fyrir atvinnuleitendur hjá vinnumálastofnun.

Er vinnumálastofnun nokkuð rasisti?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2024 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 670
  • Sl. sólarhring: 926
  • Sl. viku: 6406
  • Frá upphafi: 2473076

Annað

  • Innlit í dag: 607
  • Innlit sl. viku: 5835
  • Gestir í dag: 582
  • IP-tölur í dag: 569

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband