Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaflokkurinn í Efstaleiti 1

Íslenska þjóðin er stofnanavæn og þýlynd. Þessvegna m.a. fær litli stjórnmálaflokkurinn á fréttastofu RÚV að Efstaleiti 1 að fara sínu fram. Þessi óskammfeilni stjórnmálaflokkur hirðir ekkert um það þó hann brjóti lög um RÚV enda helgar tilgangurinn meðalið. 

Merkilegt að stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn "málsvari frelsis, takmarkaðra ríkisafskipta" eða þannig á það a.m.k. að vera, skuli ekki fyrir löngu hafa tryggt borgurum þessa lands það lágmarksfrelsi að velja hvort þeir vilji styrkja og styðja litla stjórnmálaflokkinn í Efstaleitinu eða ekki.

Eitt af helstu áhugamálum litla stjórnmálaflokksins í Efstaleiti 1,  sem byggir á þeirri skoðun gamalla einvaldskonunga; "vér einir vitum" er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hvað sem tautar eða raular. Sumt af tilburðum þeirra í Efstaleitinu í því sambandi er næsta broslegt, en taka verður að sjálfsögðu viljann fyrir verkið. 

Fyrir nokkrum dögum fjallaði fréttastofa RÚV um hvað Bretar væru andsnúnir Brexit, enda hefði það ekki haft neitt nema illt í för með sér. Til að stimpla þetta var dregin upp einhver kona, sem kvartaði sáran yfir því að þurfa að sinna ýmissi skriffinsku vgna Brexit. Raunar var ekki á hreinu hvort það var frekar vegna Schengen. En hvaða máli skipti það og þó kona þessi hefði ekkert fram að færa, hún þjónaði alla vega málstaðnum.

Allt var þetta af sama meiði og fá sérfræðing í Bósa sögu og Herrauðs til að þykjast vera sérfræðingur um franska pólitík af því að hann var eindregin andstæðingur frönsku þjóðfylkingarinnar.

Stjórnmálaflokkurinn að Efstaleiti 1, fjallar aldrei  um þær breytingar sem hafa orðið á Evrópusambandinu hin síðari ár og hvernig völdin eru dregin frá þjóðríkinu til miðstjórnarvaldsins í Brussel. Ísland verður ekki frjálst og fullvalda ríki gangi það í Evrópusambandið. Sá sannleikur er aldrei sagður á fréttastofunni enda væri það til þess fallið að draga úr þeim dýrðarljóma sem reynt er að sveipa ES aðild. Sá sannleikur fær því ekki að komast að. Sannleikurinn í þeim efnum og fleirum þjónar ekki stefnu stjórnmálaflokksisn að Efstaleiti 1. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn ein þungavigtin frá þér Jón, meitluð, djúphugsuð.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.7.2024 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Ómar. En þetta er samt oflof held ég.  

Og þakka þér fyrir góða pistla nú síðast um rafmagnsbílabrjálæðið og samsæri stjórnmálamanna um að taka valfrelsið af okkur skóflupakkinu og banna okkur að kaupa þær tegundir bifreiða og gerð þeirra sem við teljum henta okkur best.  Þetta er ráðstjórnin í sinni tærustu mynd og ríður nú á baki helstu forráðamanna Sjálfstæðisflokksins, sem segist vilja valfrelsi einstaklingsins. Það var hitt þó  heldur. 

Jón Magnússon, 20.7.2024 kl. 12:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Jón, það er það því miður ekki, miður segi ég því mér finnst skynsamleg umræða hægri hugsaða vera lítil þessi síðustu misserin og árin, stundum örlar á henni hjá Birni, en hann kemst samt ekki yfir að á gamals aldri telur hann sitt hlutverk vera að verja það sem hann innst inni veit að er ekki hægt að verja, að þannig þjóni hann ættararfleið sinni.

Aðrir pennafærir eru eiginlega horfnir, sá síðasti sem féll var Styrmir heitinn.

Eins og ég hef oft áður minnst á þá las ég skrif þín fyrir langa löngu, þegar vík var á milli vina, en ég las skynsemi og rökstuðning, hvort sem það var til vinstri eða hægri.  Hvernig getur maður mótað sér skoðanir, eða haldið sig við skoðanir, ef maður kann ekki að meta góð skrif, þó andstæð séu manni sjálfum í augnablikinu??

En tilefni athugarsemdar minnar var, og þess vegna sagði ég orði meira en sagt yrði að vera, að þú náðir þrennu hjá mér með þessum pistli.  Ég hnaut um innlegg sérfræðingsins í Bósa sögu, vorkenndi honum reyndar fyrir að gera svona lítið úr vitsmunum sínum, svo hugsaði ég með mér þegar Brexit fréttin kom, af hverju að eyðileggja hana með innslagi við Íslending sem grét þá gömlu góðu daga þegar hægt var að flytja inn lægstu laun í Evrópu, til að vinna meint skítastörf, og borga þá jafnvel ekki þrælalaun fyrir þá vinnu??

Svo kom hnýtingin um breytingarnar á Evrópusambandinu, frá því að vera Samband, yfir í að vera miðstýrt ríki fámennrar stjórnmálaelítu sem bökkuð er upp af helstu auðmönnum og auðfyrirtækjum álfunnar.

Og umræðan hér á Íslandi er eins og Evrópusambandið var fyrir síðustu aldamót, eins og einhver muni þau ár, fyrir utan áróðursvél blekkingarinnar sem selur grimmt alræði miðstýringar stórauðvaldsins, veit reyndar að þú notar annað orð yfir það síðasta.

Að gera það vel sem ég sjálfur vildi hafa sagt, kallaði fram athugasemd mína hér að ofan.

Ég vona að einhver lesi þessa athugasemd mína Jón, skilji hana, og meti skrif þín.

Ekki bara lesi, heldur meti.

Fróm ósk, ekkert annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.7.2024 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 145
  • Sl. sólarhring: 920
  • Sl. viku: 3833
  • Frá upphafi: 2449317

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 3595
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband