Leita í fréttum mbl.is

Loksins tókst flokkseigendafélagi Demókrata að þvinga Biden til að hætta.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna dró framboð sitt til baka. Það var næsta víst að til þess mundi draga eftir að helsta áhrifafólk í Demókrataflokknum og þau sem Biden taldi vini sína snéru við honum baki. 

Hvers vegna datt þessu fólki í hug til að byrja með að stilla Biden upp sem forsetaframbjóðanda. Þegar fyrir fjórum árum réði ekki við að gegna þessu viðamikla embætti. 

Biden lýsti ekki yfir stuðningi við neinn ekki einu sinni varaforsetann sinn, en þakkaði henni bara fyrir. 

Ætla má að flokkseigendafélagið sé tilbúið með frambjóðanda og komi til opins kjörs, vega þungu atkvæði flokkseigandanna mestu. Fróðlegt verður að vita hvort þeir vilja áfram halda til vinstri eða sveigja flokkinn að meiri skynsemi. 

Ég skrifaði fyrir nokkru að Trump hefði gert þau stóru mistök í að etja kappi við Joe Biden of snemma. Þær kappræður sýndu Bandarísku þjóðinni að forsetinn gengur ekki heill til skógar og er allsendis ófær um að gegna embættinu.

En Joe Biden dregur sig í hlé sem betur fer og eftir óstjórn hans og mistök undanfarin ár þá er ekki hægt að segja annað en:

Farið hefur fé betra. 


mbl.is Biden dregur framboð sitt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefur aldrei gerst áður að frambjóðandi sem er búið að velja í forvali dragi framboð sitt til baka og það eru engar reglur til um hvernig skuli bregðast við því.

Aftur á móti leiðir af lögum um fjármál frambjóðenda að nafn Kamölu Harris verður að vera á kjörseðlinum því annars má ekki nota neitt af því fé sem framboð Biden og hennar hefur safnað í þágu einhvers annars frambjóðanda.

Það eru því allar líkur á að Kamala Harris verði í framboði en bara spurning hvort það verði til forseta eða varaforseta og svo hvert hitt nafnið á kjörseðilnum verði.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2024 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 250
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5361
  • Frá upphafi: 2425511

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 4949
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband