Leita í fréttum mbl.is

Aumingjadómurinn er alger

Lilja Alfreðsdóttir þáverandi menntamálaráðherra segir að menntamálastofnun hafi ekki ráðið við að leggja fyrir samræmd próf með stafrænum hætti og því hafi hún ekki séð annan kost í stöðunni en að leggja þau niður árið 2021. 

Samræmd próf eru nauðsynleg til að fá mat á hæfni nemenda og hægt sé að bera saman námsárangur nemenda í mismunandi skólum. 

Samt sem áður þegar koma upp erfiðleikar þá bregst ráðherra þannig við að leggja niður samræmdu prófin í stað þess að fá aðila til að framkvæma þau sem ræður við verkefnið. 

Það eru engin flókin geimvísindi að leggja fyrir samræmd próf með stafrænum hætti. Hafi menntamálastofnun ekki ráðið við verkefnið þá þurfti að fá aðra aðila sem réðu við málið. 

Það er ekki hægt að fórna hagsmunum barnana okkar, æsku Íslands vegna leti stjórnmálamanna og vanhæfrar stjórnsýslu. Sé pottur brotinn þá verður að líma hann saman eða fá nýjan. 

Við verðum sem þjóð að hafa metnað til að gera eins vel og við getum og stjórnmálamennirnir mega ekki leyfa sér það að gefast upp við að leysa verkefni svo þeir geti haldið áfram í partýinu án þess að láta eitthvað bögga sig. 

 


mbl.is Kerfið féll á prófinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Má ekki gleyma því að það er enn til pappír. En kannski treysta kennarar sér ekki til þess að lesa skriftina. Það skyldi þó aldrei vera.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.7.2024 kl. 14:14

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Menntamálstofnun mætti bara einn daginn og heimtaði fullan aðgang að öllu tölvum nemenda Reykjavíkurborgar til að setja þar upp eitthvað forrit sem átti að nota við prófið

Ekkert samráð engin samvinna bara yfirgangur og mikil tímaþröng
þegar þetta bilaði síða allt þá gat tölvudeild Reykjavíkur ekkert aðstoðað og starfsmenn Menntamálastofnunar fóru í felur

Grímur Kjartansson, 25.7.2024 kl. 21:07

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir það. Menn verða einfaldlega að horfa til baka og spyrja sig hvar byrjaði afturförin og hversvegna. Hér einu sinni virkaði skólinn. 

Þá er komið að því að ógilda vondar ákvarðanir sem skemmdu. Skóli án aðgreiningar er eitt slíkt fyrirbæri.

Þetta gamla góða er sígilt, agi í kennslustofunni og inni á heimilunum. 

Sumar framfarir eru afturfarir.

Ingólfur Sigurðsson, 26.7.2024 kl. 02:24

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ekki mikil von til þess að hlutirnir færist í rétta átt með þetta viðhorf ráðamanna.

Sigurjón Þórðarson, 26.7.2024 kl. 09:49

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sammála þér.

Ræfildómur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins varpast yfir á skólakerfið.  Eftir höfðinu dansa limirnir.

Á meðan hugbúnaður var í þróun og ítarlegum prófunum, hefði mátt leggja samræmd próf fyrir á gamla mátann, eins og gert var með góðum árangri í okkar ungdæmi.  

Það er grafalvarlegt, hvernig búið er að fara með grunnskólann.  Það kemur fram í ófullnægjandi þekkingu ungviðisins.

Það er vitað, hvað þarf að gera.  Sjálfstæðisflokkurinn ætti að setja fram trúverðuga umbótaáætlun fyrir næstu Alþingiskosningar.  

Bjarni Jónsson, 26.7.2024 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 213
  • Sl. sólarhring: 586
  • Sl. viku: 6696
  • Frá upphafi: 2367157

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 6267
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband