Leita í fréttum mbl.is

Er sannleikurinn valkvæður?

Heimspekinginn Sókrates og sófistana í hinni fornu Aþenu, greindi á um hvort sannleikurinn væri einn og algildur eða hann væri valkvæður. Hugmyndafræði Sókratesar um algildan sannleik sigraði og hefur verið leiðarstefið í vestrænni og kristilegri hugmyndafræði æ síðan, en nú eru alvarleg veðrabrigði.

Hugmyndafræðin sem tröllríður Vesturlöndum, er sú að sannleikurinn sé sá sem þér finnst hann vera eða hvernig þér líður. Ef þér finnst þú vera kona, þá ertu kona.

Finnist „fórnarlambinu eitthvað sem sagt er valda því þjáningu eða bera vitni um fordóma gagnvart sér, þá er  mælikvarðinn það sem því finnst . „Fórnarlambið“ hefur alltaf rétt fyrir sér á grundvelli tilfinningalegrar greiningar sjálfs sín.

Sú hugmyndafræði að einstaklingsbundnar tilfinningar og skilgreiningar sé sannleikurinn breytir algjörlega grundvelli réttarríkisins. Sönnun og sönnunargögn skipta litlu skv. þessari hugmyndafræði þar sem ákærandinn hefur öll völd.

Getur eitthvað afsannað ásakanir um tilfinningalega grimmd, niðurlægingu eða mismunun þegar eina gilda sönnunargagnið er vitnisburður þess sem finnst að það vera órétti beitt. Réttarhöld, sönnun og sakfelling eru þá í ætt við réttarhöld í Sovét og þriðja ríkinu eða þegar meintar nornir voru dregnir fyrir dóm forðum daga.

Nýja skilgreiningin á sannleikanum er: „Ég er það sem mér finnst ég vera.“ Gamla skilgreininingin, sem gildir ekki lengur: „Ég stend fyrir það sem ég geri og get“.

Styrkur, dugnaður og frumkvæði eru ekki viðurkenndir mælikvarðar lengur. Nýja hugmyndafræðin fordæmir að þú sért stoltur af því sem þú gerir. Ekki má verðlauna fólk og það er fordæmanlegt að styðja við hæfileika og dugnað. Hæfileikum er ekki jafnt skipt á milli fólks og ósanngjarnt að vekja athygli á því. 

Sannleikur ímyndunar og hugrenninga á að vera sá raunveruleiki sem réttarkefið byggir á, þó það grafi algjörlega undan grundvallaratriðum og sjónarmiðum réttarríkisins um hlutlægan grundvöll sannleikans eins og Sókrates boðaði forðum.

Hvernig náði sá fáránleiki fram, að raungildi raunveruleikans sé spurningin um hvernig þér líður og hverjar tilfinningar þínar eru og þær komi helst til álita og skoðunar, ef þú tilheyrir þjóðfélagshópi, sem á það skilið að mati "góða fólksins."

Raunveruleiki og sannleikur er þá huglægur en ekki hlutlægur. Öld sófiastanna um valkvæðan sannleika er í dögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jesús sagði:

Þegar Djöfullinn lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.

En af því að ég segi Sannleikann, trúið þér mér ekki.

Hver yðar getur sannað á mig synd?

Ef ég segi Sannleikann, hví trúið þér mér ekki?

Sá sem er af Guði, heyrir Guðs Orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði. (Jóh. 8:44-47).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 11.8.2024 kl. 09:27

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru því miður réttar lýsingar á hryllilegum wokismanum. Því má svo bæta við að þetta undirbýr jarðveginn fyrir enn frekari forréttindi kvenna og sjálfra wokistanna. Eða eins og segir í Dýrabæ:"Sumir eru jafnari en aðrir". (Stalín, Lenín).

Ingólfur Sigurðsson, 11.8.2024 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Í fyrsta lagi skákdaði Plató, heimspekinginn "Sókrates," til að ræða raunguræðu (Dielectics) eða þeirra tíma Marxisma. Sören Kierkegaard - sem var kristilegur heimspekingur - skáldaði að sama skapi upp heimspekinginn "Jóhannes" í sambærilegum tilgangi, og til að undirstrika hið fyrra sem hér er haldið fram.

Varðandi "sannleikann" þá hefur skðoun Platóns/Sókratesar aldrei verið undirstaða í kristilegri siðfræði allar götur frá 325 AD, þegar Frímúrinn Konstantín sauð "trúna" saman.

Aristotoeles var heimspekingurinn sem kristilegri Skólaspekingar og siðfræðingar leituðu til, end asýndi Aristoteles auðveldlega fram á að frumspeki (Metaphysics) Platóns var ómerkileg efnisdýrkun í anda kommúnista og marxista.

Að fólk trúi þvættingi, er svipað því þegar falskristið fólk notarð nítjándu aldar áróður Breskra hugveitna frá nítjándu öld til aðö rökstyðja eiturhernað Zíonista og slíkra falsgyðinga, og hafna þar með kristilegri guðfræði og kristilegri siðfræði með öllu.

Að öðru leyti, bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 13.8.2024 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1699
  • Frá upphafi: 2503844

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1593
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband