Leita í fréttum mbl.is

Efnahagslegur veruleiki frelsis eða helsis.

Eiga hugmyndir hægra fólks um markaðsþjóðfélag, aukna framleiðni betri lífskjör og grundvallarmannréttindi ekki lengur við?

Trúum við ekki lengur þeim efnahagslega og lýðræðislega veruleika, sem færði okkur bæði bestu lífskjörin og mannréttindin?

Forustumenn Sjálfstæðisflokksins á árum áður höfðu ákveðnar hugsjónir, markmið og siðferðilegar viðmiðanir sem þeir börðust fyrir. Þess vegna voru þeir í pólitík. Þeir reyndu að takmarka umsvif ríkisins en auka efnahagslegt frelsi og viðhafa ábyrga fjármálastjórn.

Hvað breyttist?

Eftir samfellda stjórn ríkisins í meira en áratug,getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur haldið því fram, að flokkurinn fylgi stefnu ábyrgrar fjármálastjórnar og takmarkaðra ríkisafskipta.

Efnahagslegt frelsi einstaklingsins var í mörgum tilvikum afnumið á Kóvíd tímanum iðulega að ástæðulausu og boðið til útgjaldafyllerís ríkisins með vafasömum aðgerðum og það stendur enn. Bensínið er því í botni hjá ríkisstjórninni við að bera olíu á verðbólgubálið meðan Seðlabankinn hamast í að hækka stýrivexti til tjóns fyrir almenning í landinu. 

Nú boðar ríkisstjórnin þá stefnu að gera lífskjör almennings verri með aukinni ríkishyggju og furðuaðgerðum í loftslagsmálum, sem þýðir enn meiri skerðingu á efnahagslegu frelsi einstaklinganna. Loftslagsmarkmið ríkisins ganga framar þörfum almennings efnahagslegt frelsi verður skert til að ná slíkum markmiðum eins og m.a. má lesa í furðuriti ríkisstjórnarinnar sem ber heitið „Loftslagsþolið Ísland“. Þar eru lausnirnar m.a. í því fólgnar að skerða lífskjör almennings og takmarka enn frekar en orðið er efnahagslegt frelsi einstaklinganna.

Fróðlegt verður að sjá hvort að Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins tekur á þessum málum og dvínandi fylgi Flokksins skv. skoðanakönnunum á fundi sínum í lok mánaðarins. Oft var þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fróðir menn hafa getið sér til að ályktun Flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins muni fyrst og fremst snúast um málefni Hvíta Rússlands og hvaða áhrif þróun alþjóðamála muni hafa áhrif á stöðu Íslands innan Natósmile .

Sigurjón Þórðarson, 12.8.2024 kl. 14:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Grikkir höfðu rétt fyrir sér: lýðræði endar í alræði.

Annars höfum við aldrei búið í frjálsu markaðshagkerfi.  Hér hafa alltaf verið höft á öllu, ef ekki í boði stórbænda eða konungs, þá okkar eigin ríkis, sem telur sig hafa vit á einhverju.

Og nú er ríkið farið að gera allskyns vitleysu sem enginn var að biðja um.

Einstaklingar innan kerfisins græða á þessu.  Þess vegna er þetta gert.  Það sjá allir sem vilja sjá.

Menn eru að flýta sér að tappa nógu miklu af ríkiskassanum eins hratt og hægt er áður en allt kerfið hrynur - ekki bara hér.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.8.2024 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 613
  • Sl. sólarhring: 1198
  • Sl. viku: 4044
  • Frá upphafi: 2458314

Annað

  • Innlit í dag: 545
  • Innlit sl. viku: 3736
  • Gestir í dag: 535
  • IP-tölur í dag: 519

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband