Leita í fréttum mbl.is

Hvað er planið?

Eftir algeran ósigur sósíalismans árið 1989 við fall Sovétríkjanna, viðurkenndu sósíalistar yfirburði markaðshyggjunar í orði en ekki á borði. Þá hófu þeir gönguna miklu til að ná stjórn á stofnunum þjóðfélagsins og alþjóðasamtökum og ráðast gegn menningarlegum grunnstoðum vestrænnar menningar.

Vinstri nauðhyggjunni gengur mun betur að sannfæra fólk á grundvelli hræðsluáróðurs, um hnattræna hlýnun og sjúkdóma til að fá fólk til að samþykkja sóttkví og önnur valdboð. 

Nauðhyggja vinstri umhverfisverndar krefst þess að ríkið stjórni bæði atvinnulífi og valkostum einstaklinga. Á Bretlandi bannar vinstri sósíalistinn Ed Miliband ódýra hagkvæma orkuöflun á heimaslóðum og sama er upp á teningnum hér þegar hagkvæmum virkjunarkostum fallvatnsvirkjana er ekki sinnt en stefnt að vindmylluvæðingu hálendis Íslands.

Efnahagslegar staðreyndir og mannlegt eðli breytist ekki. Lágir skattar og færri reglur hins opinbera eru lykillinn að vexti efnahagslífsins, betri lífskjara og velmegunar.

Stjórnmálaflokkar sem þykist vera til hægri en átta sig ekki á þessum staðreyndum og samþykkir stofnanaveldi og afskipti vinstri nauðhyggjunar eru hvorki hægri flokkar né miðjuflokkar. Þau örlög hefur forusta Sjálfstæðisflokksins axlað í rúm 7 ár.

Í gær las ég fésbókarfærslu einstaklings, sem alltaf hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn. Aðili, sem byggði upp fyrirtæki sitt með dugnaði og útsjónasemi, en nefnir nú fjölda atriða,sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á, en eru óásættanleg fyrir frjálslynt hægra fólk, sem berst fyrir frelsi, framtaki einstaklingsins og hefðbundnum menningarlegum og fjölskyldulegum gildum.   

 

Þessar hugleiðingar, sýna vel, að Sjálfstæðisfólk sættir sig illa við daður við vinstri nauðhyggju, ríkisvæðingu, umhverfivernd fáránleikans og kynrænt sjálfræði skuli ganga framar fjölskylduvænum gildum, svo dæmi séu nefnd. 

Vinstri stefna sósíalismans siglir ævinlega og alltaf í strand það er bara spurning um tíma. Þeim mun fyrr sem snúið er af braut ofstjórnar og ofurskattheimtu og fjandskap við hefðbundin gildi þeim mun meiri líkur eru á að okkur takist að gera Ísland að fyrirmyndaríki frelsis og velmegunar.

Eftir 7 ár í vinstri stjórn er því hæfi að spyrja forustu Sjálfstæðisflokksins hvar hún ætli að skipa sér í sveit. Hvort hún ætli sér að halda áfram að daðra við vinstri nauðhyggjuna eða taka sitt gamla forustuhlutverk fyrir og með frelsinu. 

Þessvegna er eðlilegt að spurt sé eins og ungir Sjálfstæðismenn gera. 

Hvað er planið?

Er yfirhöfuð eitthvað plan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1090
  • Sl. sólarhring: 1103
  • Sl. viku: 5393
  • Frá upphafi: 2459936

Annað

  • Innlit í dag: 950
  • Innlit sl. viku: 4910
  • Gestir í dag: 911
  • IP-tölur í dag: 892

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband