Leita í fréttum mbl.is

Að sjálfsögðu ríkið og regluverkið en ekki ég.

Hörmulegt slys varð í íshelli við Breiðamerkurjökul. Allt að 190 manns með sín tæki og tól komu að björgunaraðgerðum á fólki sem talið var ranglega hafa grafist undir íshellum. Það kom í ljós þegar björgunarsveitarfólk hafði á annan sólarhring meira en minna handvirkt komið ísnum í burtu. 

Skipuleggjandi ferðarinnar taldi að það hefðu verið tveimur fleiri í hópnum en raunverulega voru. Þess vegna lögðu á annað hundrað björgunarsveitarmenn og lögregla sig í hættu að ástæðulausu.

Í minni sveit var það talið grundvallaratriði að hver sem fór með hóp hefði á hreinu hvað væru margir í hópnum. Með mikilvirku námi leiðsögumanna mætti öllum vera ljóst að þetta væri ótvíræð skylda leiðsögumanna auk þess sem það leiðir af almennu hyggjuviti. 

Það kom  því á óvart þegar lögregla, talsmenn ferðaþjónustu o.fl. skyldu tala um að það þyrfti að hafa víðtækara "regluverk" um svona hluti. Helst á þeim að skilja, að setja ætti sérstök lög um það sem hingað til hefur verið talið augljóst öllum.

Nýir tímar kalla á nýja siði og að sjálfsögðu þarf að kalla eftir því að ríkið geri eitthvað og kenna því um að lagaramminn hafi ekki verið nægjanlega skír jafnvel í málum þar sem öllum er ljóst hvað gera skal. Hvílík endemi. Er ekki best að þeir beri sökina sem sökina eiga í stað þess að bullukollast með að það vanti eitthvað regluverk, sem vantar sko heldur betur ekki.

Hver skyldi síðan borga fyrir vanræksluna? Og á hvaða leið er þjóð, sem ímyndar sér að komi eitthvað fyrir þá sé það ríkinu að kenna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Jón.

Auðvitað á ferðaþjónustan sem fer með ferðafólk inn í svona hella að bera fulla ábyrgð á þeim hrakförum sem þau kunna að lenda í og greiða að fullu fyrir allan þann kostnað sem af hlýst. Verði ekki svo gjört er íslensk löggjöf ónýt og óvirk með öllu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2024 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 568
  • Sl. sólarhring: 573
  • Sl. viku: 5188
  • Frá upphafi: 2411589

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 4659
  • Gestir í dag: 488
  • IP-tölur í dag: 478

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband