Leita í fréttum mbl.is

Baráttan fyrir verri lífskjörum og áhrifum Kína

Kemi Badenoch fyrrum viðskiptaráðherra Breta, sem nú sækist eftir formennsku í breska íhaldsflokknum skrifar athyglisverða grein í Daily Telegraph (DT) í dag, þar sem hún bendir m.a. á tröllaukna heimsku vestrænna stjórnmálamanna þ.á.m. okkar, að draga stöðugt úr samkeppnishæfni okkar til hagsbóta fyrir t.d. Kína,Indland, Indónesíu o.s.frv. 

Tröllaukin heimska vestrænna stjórnmálamanna fellst í því að setja óraunhæfi markmið í loftslagsmálum, sem verður ekki náð nema með því að draga úr framleiðslu eða flytja hana til annarra landa. Með því er ekki dregið úr kolefnislosun á heimsvísu, hún er bara flutt til, en vestrænir stjórnmálamenn geta klappað sér á brjóst og lýst yfir miklum árangri. 

Með þessu erum við að gera aðra ríka á kostnað verkafólksins okkar og valda meiri mengnun en annars hefði verið.

Kína byggir tvö kolakynt orkuver í hverri viku til að hafa orku til að annast um framleiðslu sem Vesturlönd eru að flytja til þeirra. Með þessu eru vestrænir stjórnmálamenn ekki að draga úr losun þeir eru að auka hana. Það er verið að veita styrk til Kína til að auka við koladrifna framleiðslu og Bretar kaupa nú stál af Kína sem þeir gerðu áður ódýrara og með minni mengun. Hugsið ykkur bullið.  

Engin furða að ráðherrann fyrrverandi og vonandi næsti leiðtogi Íhaldsflokksins segi að við þurfum á leiðtogum að halda sem verji okkar eigin þjóðfélagslega hagsmuni þannig að við verðum ekki algerlega undir í samkeppninni.

Vesturlönd líða fyrir óábyrga, viti skerta stjórnmástétt. Stjórnmálamenn Vesturlanda berjast fyrir verri lífskjörum fólks og því að Evrópa verði ekki lengur í forustu. 

Allt er þetta gert á altari þeirrar hugmyndafræði að við ráðum loftslagi í veröldinni. Hér á landi er þetta öfgatrúboð rekið af miklum krafti með milljarða kostnaði árlega. 

Hvenær komumst við út úr þessari vitleysu. Finnst Sjálfstæðisfólki skrýtið að fylgið hrynji af Sjálfstæðisflokknum eftir að hann gekk í  þess björg heimskunar, sem Kemi Badenoch lýsir svo vel í grein sinni. 

Er ekki betra að taka ábyrga afstöðu fyrir fólkið í landinu í stað þess að vinn að verri lífskjörum fólksins í landinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki fyrir mér neinn stjórnmálaleiðtoga á Vesturlöndum, því miður. Einu sinni leist mér vel á Friedrich Merz, núv. formann CDU í Þýskalandi, en nú er ég efins.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 8.9.2024 kl. 21:25

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Íslendingar ættu að hætta strax að selja aflátsbréf til umhverfissóða í ESB. Það yrði þó í áttina til að minnka svindlið og skjalafalsið í kring um kolefniskjaftæðið. 

Júlíus Valsson, 9.9.2024 kl. 06:21

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þekki ekki til Merz. En hef ekki heyrt í neinum sem er líklegur til að taka afgerandi forustu fyrir skynsamlegum hlutum, sem komi í stað woke bullsins sem Evrópsk stjórnmál eru heltekin þ.e. hvað varðar loftslag og kyn. Einhvern veginn virðist allt hverfast um það hjá stjórnmálastétt bullsins. 

Jón Magnússon, 9.9.2024 kl. 09:04

4 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Júlíus.

Jón Magnússon, 9.9.2024 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 62
  • Sl. sólarhring: 852
  • Sl. viku: 4576
  • Frá upphafi: 2426446

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 4243
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband