Leita í fréttum mbl.is

Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd

Ég var seinn fyrir og ákvað að fá mér skyndibita á KFC og borða á staðnum. Þegar ég kom inn í fyrsta skipti í áratug sá ég allskyns búnað og ung kona sagði að ég ætti að panta með þessu. Þegar hún sá svipinn á mér sagði hún, þú getur  örugglega farið að borðinu og pantað. Ég hefði sennilega flúið af hólmi ef ekki hefði verið fyrir ráðleggingar. 

Ég var greinilega ósköp heimóttulegur því tvær ungar stúlkur spurðu mig hvort þær gætu eitthvað aðstoðað mig og ungur strákur sagði gosvélin er þarna og sýndi mér hvar og hvernig ætti að eiga samskipti við hana. 

Mikið var ég þakklátur þessu unga fólki sem var boðið og búið til að aðstoða mig og fannst það raunar nokkurri furðu gegna, en mér var ljóst þegar ég leit yfir hóp þeirra sem þarna voru, að ég var ótvíræður aldursforseti og skar mig úr í klæðaburði. Minnti mig á þegar ég ásamt tveim öðrum góðum hægri mönnum fórum fyrir hálfri öld síðan á ball í Texas í einkennisbúningi ungar íhaldsmanna á þeim tíma,blá skyrta, bindi, blaser og svartar buxur. Aðrir á staðnum reyndust vera í  gallabuxum, kúrekastígvélum og með barðamikla Texas hatta. Að sjálfsögðu vöktum við athygli eins og ég á KFC.

Ungur maður kom síðan til mín og spurði hvort ég væri ekki sá sem ég er og ég kannaðist við það. Hann sagði að sér fyndist gaman að lesa pistlana mína og sér fyndist það vera eins og hann væri kominn í gamla Ísland.  Mikið var ég upp méð mér af því. 

Sem betur fer er mikill meirihluti fólks hvort sem það er ungt, miðaldra eða gamalt gott fólk, sem vill rétta samborgurum hjálparhönd. Mér hlýnaði virkilega um hjartaræturnar að verða var við hvað unga fólkið er tilbúið til að sýna sínar góðu hliðar og hjálpa ef það telur að þess þurfi. Það leggur mikla ábyrgð á okkur sem eldri eru að skila landinu til þess betra en þegar við tókum við og skilja ekki eftir manndrápsskuldir sem er okkur eldri kynslóðunum til vansa. Við eigum að skila öllum hlutum betri en þegar við tókum við þeim. 

Rís þú unga Íslands merki eins og skáldjöfurinn Einar Benediktsson kvað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekkert að yngri kynslóðunum, hefur mér sýnst, þí vísir.is og MBL & RÚV vilji halda öðru fram.

Annars er ég sjálfur frekar frábitinn þ´vi að borða þar sem ég get ekki borgað með pening.  Er ekkert alltaf með kort á mér.

Hef tekið eftir því í UK að þar er matur óætur ef maður sér ekki til bjórdælu.  Bjórdælan er til marks um ætan mat þar í landi.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2024 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 4061
  • Frá upphafi: 2426905

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3771
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband