Leita í fréttum mbl.is

Kærleiksheimilið

Fyrir margt löngu var stjórnmálaflokkur sem klofnaði í fernt við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Einn greiddi atkvæði með, annar á móti. Sá þriðji sat hjá og sá fjórði greiddi ekki atkvæði. Sá flokkur hlaut hægt andlát við næstu kosningar 

Í gær greiddi borgarstjórn Reykjavíkru atkvæði um hinn svokallað samgöngusáttmála. Þar klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn í þrennt. Obbinn stóð þó í lappirnar og greiddi atkvæði á móti þessum óskapnaði. Einn sat hjá með skýringu og einn greiddi atkvæði með.

Talsmaður borgarstjórnarflokksins segir að þetta sýni þó ekki klofning. Hvað skyldi það þá sýna?

Raunar er borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vorkunn eftir að fá það framan í sig að formaður flokksins og oddvitar sveitarstjórna í nágrannasveitarfélögunum hoppuðu á vagninn með Degi B. Eggertssyni, sem náði að selja Borgarlínuna í 3 kosningum án þess að nokkuð væri gert. 

Einu sinni var það talið styrkur Sjálfstæðisflokksins, að fólk stæði saman innan Flokksins. Ræddu sín mál fyrirfram og mótuðu sameiginlega afstöðu og kæmu síðan fram sameinaðir gegn andstæðingunum. 

Það virðist ekki vera aðferðarfræði, sem hentar núverandi forustu Flokksins. 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 345
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 6000
  • Frá upphafi: 2376222

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 5509
  • Gestir í dag: 309
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband