Leita í fréttum mbl.is

Ósvikinn fögnuður

Í gær fögnuðu Eiríkur Bergman stjórnmálafræðingur, Sigmundur Ernir Rúnarsson fyrrum ritstjóri, sem og Isis og Al Kaída liðar en þó af mismunandi ástæðum. 

Hvergi í heiminum braust út eins mikill fögnuður og í borginni Idlip í norðausturhorni Sýrlands, griðarstað Ísis og Al Kaída líða í skjóli Erdogan Tyrkjasoldáns, vegna dauða Nasrallah foringja Hesbollah hryðjuverkasamtakanna. 

Í Idlip þusti fólk út á götur og fagnaði og bílar óku um og þeyttu bílflautur.

Á sama tíma voru Sigmundur Ernir og Eiríkur eins og púkinn á fjósbitanum forðum bústnir og sællegir í fögnuðu yfir því að hægra fólk væri ekki lengur í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. 

Fögnuður þeirra Eiríks og Sigmundar byggist á því að nú sjá þeir fram á eins og púkinn á fjósbitanum forðum, að til þess geti komið að á ný muni Samfylkingin standa fyrir myndun nýrrar sannrar vinstri stjórnar, en þá er spurning hverjir ættu aðild að henni. 

Þeir Eiríkur og Sigmundur virðast skilgreina Sjálfstæðisflokk, Viðreisn, Flokk Fólksins og Miðflokkinn sem hægri flokka. Af sjálfu leiðir, að þeir flokkar koma því ekki til með að eiga aðild að vinstri stjórn Kristrúnar Frostadóttur með Dag B. Eggertsson sem fyrsta stýrimann.

Samkvæmt þessum villtu pólitískt votu draumum þeirra Sigmundar og Eiríks koma aðeins Píratar til greina til meðreiðar skv. en hvorki VG né Sósíalistar ná manni á þing skv. síðustu könnun.

Hætt er við að fitan renni af púkanum á fjósbitanum þegar fólk horfir fram á að draumórar þeirra félaga gætu ræst með því að Viðreisn yrði tekin um borð í þetta lekahrip.

Þeir Dagur og Jón Gnarr Viðreisnarforingi geta þá á ný fallist í faðma og staðið að nýrri óstjórn fyrir landið allt en ekki bara í Reykjavík eins og forðum daga.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkur fólksins er hvorki hægri né vinstri flokkur. Þar er tekin sjálfstæð afstaða í hverju máli fyrir sig en ekki eftir fyrirfram mótuðum einhliða skilgreiningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2024 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 742
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6115
  • Frá upphafi: 2460732

Annað

  • Innlit í dag: 696
  • Innlit sl. viku: 5598
  • Gestir í dag: 657
  • IP-tölur í dag: 638

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband