Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um stríðið gegn hryðjuverkum

Þ.16.september 2001 lýsti þáv. Bandaríkjaforseti yfir alheimsstríði gegn hryðjuverkum. Hryðjuverkasamtökum og hryðjuverkamönnum skyldi útrýmt hvar svo sem illþýðið fyndist. 

Þjóðarleiðtogar víða um heim tóku einarðlega undir þessa herhvöt þ.á.m.Pútín Rússlandsforseti, sem hét fullum stuðningi enda hafa Rússar mátt þola illvígar árásir hryðjuverkamanna. Því miður var ekki tekið þá í hinu útréttu hönd Pútín. 

Í stríðinu gegn hryðjuverkum gerði USA innrás í Afganistan og hrakti Talibana frá völdum og réðust af hörku gegn Al Kaída.

Stríð USA gegn hryðjuverkum tók síðan á sig skringilegar myndir en sú saga skal ekki rakin hér. En þeir gerðu ekkert gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas og Hesbollah. Auk þess hefur stjórn Biden afhent helsta hryðjuverkaríki heimsins í dag Íran milljarða dollara á síðustu árum, sem klerkastjórnin hefur fjárfest í hryðjuverkasamtökunum sínum Hamas, Hesbolla og Houta. 

Nú þegar Ísrael berst enn á ný fyrir tilveru sinni gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga, útrýma þeim með öllum ráðum, koma Bandaríkjamenn og Bretar ekki til aðstoðar með virkum hernaðarlegum stuðningi. Væri eitthvað til í yfirlýsingum þeirra um baráttu gegn hryðjuverkum hefðu þessar þjóðir beitt sér af alefli með varnarsveitum Ísrael gegn Hamas, Hesbolla og Hútum. 

En hvað gerist. Bandaríkjaforseti hvetur Ísraela til að láta hryðjuverkin yfir sig ganga og sætta sig við stöðuga árás hryðjuverkasamtakanna og varast stigmögnun ófriðar. Það sama sagði hann þegar Íranir skutu þúsundum flugskeyta á Ísrael.

Hvað varð um alheimsstríðið gegn hryðjuverkum? Gufaði það upp. Eða beindist það eingöngu að þeim sem Bandaríkjamenn og Bretar telja ógn við sig? Er virkilega svo komið að leiðtogar þessara þjóða átta sig ekki á, að falli sú brjóstvörn vestræns lýðræðis og mannréttinda, sem Ísrael er, þá er komið að Evrópu og Bandaríkjunum í stríði hins herskáa Íslam gegn vestrænu lýðræði, menningu og kristinni trú. 

Því miður verður ekki annað skilið af ræðu utanríkisráðherra Íslands á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkru, en hún hafi í einu og öllu játast undir stefnu Biden stjórnarinnar í USA og krefjist hinna mestu hernaðarhamfara í Úkraínu en eindreginnar linkindar og uppgjafarstefnu þegar kemur að Ísrael. 

Er ekki kominn tími til að taka upp sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir land og þjóð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 771
  • Sl. viku: 5587
  • Frá upphafi: 2460840

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 5098
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband