Leita í fréttum mbl.is

Aldrei skal hvikað.

Stundum er sagt að það sé ekkert eins varanlegt og tímabundið starf hjá hinu opinbera. Jafnvel þó að tilefnið fyrir tímabundinni ráðningu sé löngu liðið, þá er engum sagt upp. 

Í gær skilaði starfshópur um flugvöll í Hvassahrauni skýrslu um framtíðarflugvöll. Formaður hópsins viðurkenndi að vissulega væri til staðar eldgosahætta, en sá ekki ástæðu til annars en að hópurinn héldi áfram störfum til undirbúnings flugvallarins, Skynugir sjá þó í hendi sér að hann verður aldrei gerður. 

Þetta starf og  skýrsla er ekkert vitlausari en svo margt annað hjá ríkinu, sbr. skýrsluna "loftslagsþolið Ísland" þar sem fjallað er um viðbrögð við hlýnun, sem engin verður var við nema þeir sem vinna að slík verkefni hjá ríkinu og áfram skal haldið hvað sem tautar og raular.

Til að kóróna alla þá vitleysu, hyggst ríkið senda 60 manna sendinefnd á næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Því miður virðist sem hver vitleysan eftir annarri sem stjórnvöld taka upp á sé jafn varanleg og tímabundin störf hjá ríkinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 87
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 5640
  • Frá upphafi: 2460893

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 5148
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband