Leita í fréttum mbl.is

Flóttamannabúðir í vesturbænum

Stofnun ríkisvaldsins hefur ákveðið að í JL húsinu vestast í Vesturbæ Reykjavíkur, hvar vorsólin fegurst skín skuli vera fjölmennar flóttamannabúðir fyrir ólöglega innflytjendur. 

Þetta ráðslag var ekki kynnt íbúum hverfisins eða þeir spurðir álits. Samt er þetta grundvallarbreyting, sem mun hafa víðtæk áhrif á mannlíf og verð fasteigna m.v. reynslu erlendis frá.

Svo sérkennilegt sem það nú er í lýðfrjálsu landi, þá eru íbúarnir, fólkið aldrei spurt að því hvað það vilji í sambandi við ólöglega innflytjendur. Stjórnleysi stjórnvalda í innflytjendamálum bitnar á venjulegu fólki, sem aldrei er spurt og hefur aldrei fengið neitt til málanna að leggja.

Búast má við að álíka flóttamannabúðir rísi í fleiri hverfum í Reykjavík á næstunni ef ekki verður komið böndum á þetta rugl, með sömu afleiðingum og verður nú vestast í Vesturbænum, þar sem nágrannar flóttamannabúðanna mega búast við ónæði, breytingu á hverfinu til hins verra og verðrýrnun eigna sinna.

Hverjum datt eiginlega í hug það ráðslag að koma flóttamannabúðum fyrir í fjölmennu friðsælu íbúðahverfi án þess að fá samþykki íbúanna fyrir þessari grundvallarbreytingu?

Og þetta gerist í vesturbænum,á þeim stað sem skáldið meitlaði í eitt fegursta ljóð sitt:  "veit auga þitt nokkuð fegurra en vorkvöld í Vesturbænum".

Er ekki tími til kominn að gæta hagsmuna íbúanna í landinu, þjóðarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er stutt í ráðhúsið þaðan til að sækja það sem til þarf. Verður ánægjulegt fyrir vesturbæinga og miðbæjarrotturnar að fylgjast með þessum hóp sem fær íbúðir þarna.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2024 kl. 21:37

2 Smámynd: Ólafur Ágúst Hraundal

Það er alveg sama, þegar það kemur að ríki eða bæ. Að dæmið er ekki reiknað til enda. Ég er farin að upplifa að það séu lítil börn í sandkassaleik sem fara með stjórn í íslensku samfélagi, ég á ég má. Tilætlunarsemin er orðin gegndarlaus. 

Það þarf að fara að stoppa þessa vitfirru. 

Ólafur Ágúst Hraundal, 3.10.2024 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 3824
  • Frá upphafi: 2427624

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 3539
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband